Sinn er siður í landi hverju.

Á námsskeiðum og fyrirlestrum sem ég hef sótt að undanförnu hef ég orðið ýmissa hluta vísari.

Meðferðir atvinnuumsókna á Íslandi og Bretlandi, svo dæmi sé tekið, eru ólík í mörgu.

Hér á landi er gjarnan óskað að mynd fylgi atvinnuumsókn, aldur sem fylgir sjálfkrafa kennitölu, hjúkskaparstöðu og fjölskylduaðstæður, jafnvel fjárhagsstaða, meðlagsskuldir, húsnæðisskuldir, veikindafjarvistir á árinu, auk annarra persónulegra upplýsinga sem öllum er ekki ljúft að láta í té.

Á Bretlandi má mynd ekki fylgja umsókn, ekki aldur, ekki kynþáttur eða upprunaland, ef viðkomandi er breskur ríkisborgari en upprunnin í öðru landi, hvers kyns umsækjandi sé, þó oftast segi nafnið til um það, kynhneigð má ekki upplýsa, svo nokkur dæmi séu tekin. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að atvinnuleitendum sé ekki mismunað eftir þjóðfélagshópum og stéttum. Þetta er til eftirbreytni hjá þeim bresku.

Að sjálfsögðu er í báðum löndum óskað eftir upplýsingum um fyrri störf, menntun, prófgráður ef einhverjar og meðmæla í flestum tilfella óskað.

Mér finnst að við megum sníða ákveðinn ramma hvers megi láta getið í umsóknum og hvers skal láta ógetið því margt fólk í þessari aðstöðu er skikkað að láta í té upplýsingar um persónulegar hagi sem öðrum þarf ekkert að koma við.


Mótmæla hverju?

Það er vitað að meirihluti Íslendinga er á móti aðild að ESB og því lá beinast við að ríkisstjórnin sliti öllum viðræðum um hluti sem ekki væri hægt að semja um, heldur þurft að ganga að öllum skilmálum rétt eins og einstaklingur sem gengi í Rotary klúbb. Þar er ekki um neina samninga að ræða, heldur að ganga að öllum skilmálum Rotarys.

ESB vill fá okkur í sínar raðir, útvíkka lögsögu sína svo um munar, t.d. það að í stað þess að við Íslendingar fáum okkar fulla hlut í 200 mílna efnahagslögsögu okkar fengjum við eftir málamyndaaðlögun lögsögu aðeins upp á 4% hlutdeild og kvótarnir deildust hingað og þangað um Evrópu eins og Írar fá í dag.

Svo eru í gangi "mótmæli" þar sem grandalaust fólk flykkist á Austurvöll að mótmæla slitum á viðræðum við ESB. Þarna eru í gangi skipulagðar aðgerðir ESBara  innan lands og utan.

Ekki fékk fólkið sem mótmælti kjörum sínum og afkomu viðlíka stuðning í tíð "vinstri" stjórnarinnar.

Hagsmunasamtök Heimilanna fá ekki krónu frá ESBurum, heldur safna sér fé frá sínu fólki sem flest er vart fært um að láta fé af hendi rakna.

Ég hef ekki mikið handa á milli, atvinnuleitandi sem þiggur skít úr hnefa, en samt lét ég 1000 kr. til að safna fyrir kostnaði að kæra fyrir ólöglegar innheimtur á verðtryggðum neytendalánum og hvet aðra til að láta af hendi rakna eftir efnum og aðstæðum. 

 


Forgangsmál?

Furðulegt hvað stjórnarandstaðan og RÚV sem og Baugsmiðlar Stöðvar 2 setja í forgang.

Það er ekki hvað kemur heimilum og  fyrirtækjum kemur við, nei heldur það að slíta vonlausum viðræðum við ESB um aðild eða ekki.

Það sem á að vera í brennidepli er hvernig á að takast á við vanda ofurskuldsettra heimila. Fólkinu sem þarna á í hlut er sama þó tilgangslausum kjaftagangi ljúki, raunar fegið því þarna var verið að véla og takast á um hagsmuni þeirra og allt lagt undir.

Nú er að koma stjórnarflokkunum til og hjálpar við endurreisn efnahags okkar á meðan stjórnarandstaðan getur tuðað og tafsað í sínu horni.

 


Arfðleifð vinstri óstjórnar.

Ég er eindregið þeirrar skoðunar að hjálpa skuli þeim sem eru þess þurfi, hvort sem er í okkar eigin samfélagi eða úti í hinni víðu Veröld.

Án þess að guma að því verð ég að láta þess getið að ég styð barnahjálp UNICEF með ákveðinni upphæð hvern mánuð og vonast til að verða aflögufær um ókomna framtíð.

Deilt er um hvort lækka skuli framlag til þróunaraðstoðar eður ei. Ég vil lækka það uns við höfum komið lagi á stöðu þeirra sem sitja uppi með verðbólgin lán eftir glæfraskap og fíflagang einhverra hálfvita sem við í raun berum enga ábyrgð á, en er samt gert að borga fyrir.

Stjórnarandstaðan gengur fram af einskærri hræsni og yfirdrepsskap með því að deila á frumvarp ríkisstjórnarinnar um tímabundna lækkun á framlögum. Fyrrverandi ríkisstjórn hefði verið nær að setja heimili landsmanna efst í forgangsröð í stað þess að lúta í gras fyrir hrægömmum og svokölluðum kröfuhöfum og við erum að súpa seyðið af þessa dagana. Þá værum við líklega að deila af meiri rausn en unnt er nú.

Ýmsum fer best á því að þegja og skammast sín. 

 

 


Niðurfærslu núna.

Alveg sama hvað gasprað er með verðtryggingunni því fáránlegri er hún, og hvað fólk með annarlegar hvatir reynir að bregða fæti fyrir því að Framsóknarflokkurinn komi sínum áformum í framkvæmd með niðurfærslu skulda og þar með að gera líf fólks bærilegt, þá skal þetta lið fá skömm fyrir og lúta í gras.

Það á ekki að vera ofviða þjóð sem tók á sig 3000 milljarða afskriftir á skuldum fyrirtækja, 50% gengisfellingu, hellingsniðurskurð í velferðar-og heilbrigðismálum svo að til vandræða hafa skapast, auk alls annars, að fella niður litla 200 milljarða skulda heimila eða tæplega það.

Þessir 200 milljarðar eru að velkjast um í hausum fáráðlinga sem fara svo offari að hljóta að vera rekin af annarlegum öflum; það er þeim sem ganga erinda vogunarhrægammasjóða.

 

 


Skuldaleiðréttingar.

Hún er orðin ansi þreytt og leiðigjörn þessi umræða um skuldaniðurfærslur og leiðréttingar eftir forsendubrestinn mikla haustið 2008. Fjölmiðlar í þágu andstöðunnar hafa verið ansi duglegir að tala hana niður og tekið þar með stöðu gegn almenningi, gegn heimilinum.

Samfylking og Vinstri Grænir sviku þessi loforð sín samdægurs eftir kosningarnar 2009 og tóku stöðu með fjármálafyrirtækjum og kröfuhöfum bankanna þvert ofan í það sem þessir flokkar voru kosnir til. Skjaldborgin varð að spilaborg og hrundi í meðförum þeirra.

Það að Framsóknarflokkurinn lofaði niðurfærslum og leiðréttingum hefur verið notað gegn honum af andstæðingum hans, fjölmiðlum DV, www.visir.is og jafnvel samstarfsflokki.

Við sem kusum Framsóknarflokkinn gerðum það í þágu þeirra sem þurfa að bjarga heimilum sínum frá fjármálaöflunum, þar sem "vinstri" flokkarnir brugðust gjörsamlega og tóku stöðu þar í gegn.

Svo fremi að Sjálfstæðisflokkurinn bregðist ekki stjórnarsáttmálanum og færi skuldir niður að lágmarki um 20% og helst meira m.t.t. hrunsins, eða a.m.k. um 60% verða úrræði kunn innan tíðar.

 


Forgangsröðun.

Náttúruvernd er af hinu góða og nauðsynleg því oft förum við fram úr okkur og sjáumst ekki fyrir, einkum og sér í lagi þegar stóriðjur eru annars vegar með "gull í greipum".

Mér finnst oft hin svokallaða "elíta" taka fram úr sér. Þetta er fólk á framfæri okkar, með sín ríflegu eftirlaun sem við látum af hendi rakna. Í iðjuleysi sínu dettur fæstum í hug að láta bágstadda meðborgara sína gull úr greipum renna, heldur býr til sín gæluverkefni og lætur jafnvel "stinga sér í steininn" til að fullkomna "hugsjónir" sínar.

Þetta fólk hefði getað látið margt gott af sér leiða með því að sinna þörfum meðborgara sinna og einbeita sér að því í stað þess að láta einhverja hraunkjafta sér fyrir brjósti brenna.


Atvinna óskast / Starfskraftur í boði.

Ég ætla að nýta aðstöðu mína sem bloggari og á Facebook að freista þess að auglýsa eftir vinnu og býð mig sjálfan fram sem frábæran, vandvirkan og samviskusaman starfskraft.

Ýmislegt kemur til greina, þó ekki störf sem reyna um of á líkamlega, en undir hæfilegu andlegu álagi nýt ég mín gjarnan mjög vel. Vinna við upplýsingastörf, afgreiðslu, skrifstofu sem og ýmis vaktastörf gætu hentað. Auk þess er ég prýðilega ritfær og t.a.m. stunda bloggskrif sem þessi.

Ég er á besta aldri, semsé ekki á því skeiði sem hoppar úr einni vinnu í aðra og sé mig eiga góð ár framundan á vinnumarkaði.

Ef einhver áhugasamur sér þessar línur, eða einhver veit um eitthvað það sem hentar, má láta vita i innboxið mitt á Facebook, hringja í mig í síma 866-5751 eða 553-9454, eða hafa samband í netföngin valdiv@simnet.is eða vvilhj@gmail.com. Kynningarbréf og ferilsskrá má sjá fyrir neðan skrif þessi á Facebook.

Valdimar Vilhjálmsson.

 


Vináttan; sönn eða fölsk?

Það reynir á hvort viðhlæjendur eru sannir vinir eða ekki; hvernig brugðist er við þegar í ógöngur er komið.

Ég er í þeim sporum að geta flokkað það lið út sem þóttust standa þétt upp að sem vinir og vandamenn, en þegar á hólminn var komið og ekki var hvað síst þörf á vinum, gufaði þetta sama fólk upp.

Sem betur fer eru vinir til staðar, og þá þeir sem engan ávinning töldu sig eiga af vináttu og kunningsskap.

Svokallaða þáverandi "vini" má finna ansi víða, m.a. á Facebook, þá er ég að tala um þá sem ég þekki persónulega og hef verið í sambandi við augliti til auglitis. Farið hefur fé betra.

Það voru nefnilega ýmsir með fleðulæti og sleikjuhátt á meðan allt gekk nokkurn veginn eðlilega og vel fyrir sig, en svo hafa dunið á áföll, veikindi og atvinnumissir og síðan þá hefur lítið til þeirra spurst.

Friðrik mikli af Prússlandi sagðist meta hund sinn meira eftir því sem hann kynntist mönnunum. Ég segi: "Því meir sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um fuglana mína".


Flugvöllinn burt eða kjurt?

Alltaf dúkka upp deilumálin hvort Reykjavíkurflugvölllur skuli fara eða vera þar sem hann er. Gjarnan vísað á tilfinningar fólks í formi þess að völlurinn sé alveg við bæjardyr Landsspítala og ýmsir teknir sem dæmi að vera ekki á lífi hefði flugvöllurinn ekki verið þar sem hann er.

Ég ætla ekki að fella dóm um það, gleðst yfir þeim mannslífum sem bjargað hefur verið hvort sem þakka má staðsetningu  flugvallarins eða ekki. Það læðist samt oft að mér uggur að aðflugslínan liggur þvert yfir Þéttbýlan Vesturbæinn og Miðborgina þéttbyggða og helstu opinberar stofnanir.

Hins vegar læðist það að mér hvort ekki megi greina falskan tón í þessu og sumir séu með eigin hentisemi í huga, það er að það fólk sem á erindi til Reykjavíkur, sækja opinberar stofnanir, eiga viðskiptaerindi o.s.frv. vilji bara hafa völlinn þar sem hann er vegna þægindanna. Aðeins um 5 mínútna skutl til og frá vellinum.

Annars skiptir þetta mig litlu persónulega. Er á því aldursskeiði að ég verð  kominn undir græna torfu þegar og ef að því kemur að hróflað verði við Reykjavíkurflugvelli. Þó, ég bý í Vesturbænum!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband