Arfðleifð vinstri óstjórnar.

Ég er eindregið þeirrar skoðunar að hjálpa skuli þeim sem eru þess þurfi, hvort sem er í okkar eigin samfélagi eða úti í hinni víðu Veröld.

Án þess að guma að því verð ég að láta þess getið að ég styð barnahjálp UNICEF með ákveðinni upphæð hvern mánuð og vonast til að verða aflögufær um ókomna framtíð.

Deilt er um hvort lækka skuli framlag til þróunaraðstoðar eður ei. Ég vil lækka það uns við höfum komið lagi á stöðu þeirra sem sitja uppi með verðbólgin lán eftir glæfraskap og fíflagang einhverra hálfvita sem við í raun berum enga ábyrgð á, en er samt gert að borga fyrir.

Stjórnarandstaðan gengur fram af einskærri hræsni og yfirdrepsskap með því að deila á frumvarp ríkisstjórnarinnar um tímabundna lækkun á framlögum. Fyrrverandi ríkisstjórn hefði verið nær að setja heimili landsmanna efst í forgangsröð í stað þess að lúta í gras fyrir hrægömmum og svokölluðum kröfuhöfum og við erum að súpa seyðið af þessa dagana. Þá værum við líklega að deila af meiri rausn en unnt er nú.

Ýmsum fer best á því að þegja og skammast sín. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband