Að gefa eða þiggja blóð.

það er langt síðan ég hét því að hvorki gefa né þiggja blóð, geri mér að vísu grein fyrir að sú aðstaða gæti komið upp að ég yrði ekki spurður við krítískar aðstæður, þessu gæti verið dælt í mig án þess að ég væri spurður eða vissi af.

Það eru engar trúarástæður þarna að baki. Ég er ekki í Vottum Jehóva, heldur venjulegur Þjóðkirkjumaður.

Ástæðan er sú að mér hugnast ekki að láta dæla úr mér blóði í massavís, og því síður láta lesta fleiri lítrum af þessum rauða vökva í mig. Þess vegna hef ég ekki hugmynd um hvaða blóðflokki ég tilheyri og hef engan áhuga á að vita það.

Ég mun ekki þiggja blóðgjöf á sjúkrahúsum komi sú staða upp t.d.við krabbamein, í mesta lagi gefa blóðsýni. Dauðinn er ekki það versta sem fyrir neinn kemur, heldur flutningur úr einni veröld inn í aðra, þessi Jarðvistin er bara brotabrotabrot af tilverunni og ekki sú mikilvægasta.

Eflaust finnst mörgum þetta köld og hörð afstaða sem hún eflaust er, en ég er forlagatrúar og þykist vita að enginn yfirgefur Jörðina fyrr en tími viðkomandi rennur upp. En blóð hvorki þigg né gef nema í það mesta sýnishorn.Hins vegar gæti ég hugsað að gefa úr mér hvaða líffæri að mér gengnum, en gallinn er sá að ég efast um að neitt þeirra sé nothæft lengur!

Þannig er nú mín afstaða, hvort sem fólk virðir hana eður ei og í þessu hlýt ég að eiga minn rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband