Styðjum ekki innrás.

Varðandi ástandið í Arabaheiminum þá eigum við Íslendingar ekki að lýsa stuðningi við innrás Vesturveldanna á Sýrland.

Assad er eflaust spilltur og illur en eðli þessara Múslimalanda er að sé þaulsetnum valdhöfum velt úr sessi tekur annað og verra við í formi trúarofstækis Múslima og verða margfalt erfiðari viðureignar en það sem fyrir var.

Ég tek undir með utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni; við styðjum ekki hernaðaraðgerðir á Sýrland meðan sannanir liggja ekki fyrir hverjir stóðu að eiturefnaárásinni á óbreytta borgara.

 


Til stuðnings Færeyingum.

Með ólíkindum er hversu gömlu, úrkynjuðu nýlenduveldin í Evrópu með aftaníossa sína í ESB ganga langt í yfirgangi og drulluaustri gagnvart sér fámennari löndum og þeim sem standa hallari fæti.

Ég minni á icesave málin sem sanna að hægt er að láta þessi lönd lúta í gras, svo ekki sé minnst á landhelgisstríðin sem við gjörsigruðum, sællar minningar.

Að þjóðir ESB sem telja nær 510 milljónir skuli með svívirðingum vaða yfir tæpa 50 þúsund Færeyinga með að markmiði að rústa efnahag landsins er eins og að hoppa um 200 ár til baka þegar nýlenduveldin trömpuðu misskunnarlaust á löndum svokallaðra 3. heims landa.

Eru þetta löndin sem við eigum eitthvað sameiginlegt með? Kannski í viðskiptum og verslun, með þeim fyrirvara að þetta eru ekki vinaþjóðir og hafa aldrei verið.

ESB löndin hafa svívirt umhverfi sitt og annara þjóða, og ekki síst sjávarmiðin með glórulausri mengun, rányrkju og sóðakap. Öndvert hafa Færeyingar og Ísleningar stundað sínar veiðar af ábyrgð og með algerri sjálfbærni.  

Styðjum Færeyinga og sýnum þeim þann samhug sem þeir hafa sýnt okkur þegar á hefur bjátað.

 


Þjóðrembusjúksdómsheilkennið.

Einn er sá geðræni kvilli sem sækir á ýmsa meðal samtíðarmannna okkar og fer hratt yfir, en sem betur fer er sá hópur í minnihluta.

Geðkvilli þessi lýsir sér þannig að sjúklingar þykjast sjá  þjóðrembu í fari þeirra sem lýsa ást á landi sínu, þjóðerni og tungu sinni.

Að lýsa væntumþykju og mæra stórkostlega náttúru lands síns er í þeirra augum, þjóðremba. Að vera meðvitaður um hversu þjóðin hefur áorkað og byggt sig upp í það sem hún er þrátt fyrir ýmis boðaföll og öldudali í tímans rás er í þeirra augum, þjóðremba.Það að kappkosta að halda þjóðtungu sinni sem geymir meðal dýrmætustu perlur bókmennta og sögu er í þeirra augum, þjóðremba.

Þessa fólks sem rakkar niður arfleið sína verður ekki minnst í tímans rás. Það fellur í gleymsku og dá en verður sem hópsálar minnst okkur og komandi kynslóðum til viðvörunar, sem sé nafnleysingjar.

Við sjáum för eftir þetta fólk úr ákveðnum flokkum og samtökum sem og í kommentum netmiðla, en það skilur ekki eftir sig nein spor, nema helst þar sem það rakkar niður og svívirðir nöfn þeirra sem standa upp úr og standa vörð um menningu lands og lýðs.

Það að vera þjóðrækinn er dyggð hverjum sem er, og hverrar þjóðar sem er. Og það er einnig dyggð að rækta vináttu og samstarf við aðrar þjóðir og það vil ég að við gerum.

 


Blessað regnið.

Hér sunnan heiða eru sumir vart með böggum hildar vegna votviðris og sólarleysis.

Tek undir að sólin mætti sýna sig meir en gert hefur, en þetta er ekki svo afleitt þegar á allt er litið.

Vatnið er sú auðlind sem bitist verður um í framtíðinni, það er ekki og verður ekki skortur á tæru, ómenguðu vatni á okkar góða landi, og ef við höldum rétt á málum sem ég trúi að við gerum er framtíð okkar björt.

Við erum líka minnt á að rigning sé góð fyrir vatnsbúskapinn, rigning skapar tært loft, rigning komi í veg fyrir að frjókorn angri þau sem eru með ofnæmi fyrir þeim, rigning sé góð fyrir gróðurinn og fleira í þessum dúr.

Við fáum alltaf annað slagið rigningasumur, og verðum bara að taka því af æðruleysi. Það er svo margt verra sem gæti hent okkur en það.


Sporin hræða.

Það er ekki að ástæðulausu að fólk beri ugg í brjósti gagnvart uppgangi og fyrirferð næstfjölmennustu trúarbragða heims. Sporin hræða, við sáum þegar nasistar Hitlers sviptu af sér grímunni eftr sýndarsamkomulag sem vart var þornað á pappírnum þegar allt var svikið og ófriðurinn mikli braust út með hörmungum sem á sér enga hliðstæðu í sögunni.

Sama má segja um kommúnismann í Sovét, A.-Evrópu, Kína og víðar en nytsamir sakleysingjar þeirra tíma prísuðu og lofuðu þessa þjóðfélagsgerð þar til hulunni var svipt og í ljós kom hvílík grimmdarverk voru framin í nafni Marx og Leníns.

Við vitum hvaða glæpaverk er verið að fremja og hafa verið framin í nafni Allah, en enginn lyftir hendi til varnar þeim ofsóttu, ekki síst þeim kristnu; það má ekki blaka litla fingri gegn þeim sem illvirkin fremja án þess að fá á sig rasista og þjóðrembustimpil af þeim nytsömu sakleysingjum sem eru fljótir að hlaupa í vörn fyrir fylgjendur Allah í nafni fjölþjóðamenningar svonefndrar.

Umburðarlyndi og virðing fyrir lífsskoðunum annarra er hið æskilegasta viðhorf, en þegar heimstrúarhreyfing hefur það að markmiði sínu og setur fylgjendum þau boð að útrýma þeim sem ekki eru á sömu línu og kollvarpa allri menningu þeirra og gildum vofir mikil hætta yfir heiminum öllum.

Stöndum vörð um okkur og framtíðina og föllum ekki  ekki í blekkingarpytt öfgaaflanna sem getur orðið fyrir tilstilli þeirra "umburðarlyndu" sem bregðast ókvæða við sé orðinu hallað á þá sem ganga fram með offorsi, blóðugir upp að öxlum og eira engu sem á vegi þeirra verður.

 


Framsóknarflokkurinn áfram, okkur til handa.

Núverandi stjórnarflokkar ætla að halda verðtryggingunni á lán sem fyrr sem og Sjálfstæðisflokkurinn.

Þessir flokkar halda áframhaldandi ánauð til þjóðarinnar fái þeir áfram ráðið.

Framsóknarflokkurinn mun létta þessari byrði af lántakendum og gera fólki kleift að lifa og búa án áframhaldandi snjóhengju, heldur kasta henni af okkur. Icesave varpaði hann af okkur. Ég treysti Frsamsóknarflokknum til góðra verka í fjármálum sem og í fullveldis og sjálfstæðismálum,

Framsóknarflokkiurinn hefur í gegnum kjörtímabilið sýnt sig að vera gegnheill flokkur og hvergi hvikað frá stefnumálum sínum.

 

 

 

 

 

 


Fólk fari að læra að hegða sér.

http://www.visir.is/konan-aetlar-ad-kaera-handtokuna/article/2013707109961

Ég er ekki að afsaka gerðir lögreglumannsins sem handtók þennan kófdrukkna konuvesaling á Laugavegi eina sukksama helgi í miðborg Reykjavíkur fyrir skömmu. Að handsama hana með þeim tökum sem hann beitti með þeim afleiðimgum að hún rak bakið að því virðist illilega í handrið á bekk er óafsakanleg. En lítum á þátt konunnar sem litla umfjöllun hefur fengið. Eins og áður sagði var hún kófdrukkin svo sést liggja í götunni í upphafi myndskeðs, bröltir á fætur við illan leik, en í stað þess að hypja sig út af akbrautinni yfir á gangstétt stillir hún sér fyrir framan lögreglubílinn, og ögrar löggæslumönnum um borð, þó hún væri svo völt að hún rétt héngi á fótunum, gengur síðan meðfram bílnum og rekur sig í hliðarspegil og hrækir í andlit þess sem sat undir stýri. Þetta atferlin nægði til handtöku þó aðferðir lagnna varðar hafi verið í meira lagi vafasamar og hefðu getað endað með stórslysi við að rekast í fyrrnefndan bekk. Í rúmlega aldarþriðjung vann ég í miðborg Reykjavíkur, ekki síst um nætur, helgar jafnt sem í miðri viku. Sumt virðist seint ætla að breytast og það er útúrsukkað fólk í aumu ástandi sem kann sér ekkert hóf í hegðun og umgengni. Að sjá miðborg Reykjavíkur, að morgni helgidags er hörmung, engu líkara en styrjöld hafi geisað þar og sviðin jörð, af glerbrotum, götur útbýjaðar ælu, þvagi og jafnvel saur og brotnar rúður og skemmd mannvirki ekki óalgeng sjón. Fólk sem enn er eftir, veður margt um viti sínu fjær eins og konugrey þetta sjálfu sér til stórminnkunnar og viti gæddu fólki sem þó kann að vera þarna líka, til ama. Ég er þeirrar skoðunar að eftir að bjórinn var leyfður hérlendis hafi ástandið heldur skánað, en mikið betur má þó ef duga skal. það er ekkert að því að gera sér dagamun og fara á ölkrár og veitingahús en hóf er best í hverjum hlut og það má fólk eins og þessi brjóstumkennanlega kona gera sér ljóst. Annars hefði hún ekki leikið vafasamt aðalhlutverk í myndskeiði sem hefur dreifst sem eldur í sinu um netheima Íslands og jafnvel víðar.


Fordómar gagnvart Framsókn.

Ég hef orðið þess áskynja undanfarið að fordómar fólks bera niður á undarlegustu stöðum.

Þegar ég lýsi mig sem Framsóknarmann hafa margir sopið hveljur og spurt hvort allt sé í lagi í mínum ranni!!! Framsókn ertu bilaður! ("Samfylking, VG, Sjálfstæðis", eða annað jú í lagi og svo ekki fleiri orð um það!)

Allt þetta hefur gert mig staðfastari í sannfæringunni um niðurfærslu lána og leiðréttingu á þeirri djöfulmennsku varð við stökkbreytinguna í kjölfar hrunsins.

 

 

 

 

 


Áfram Framsókn!

Ef fólk tekur inn á sig kjökurviðtal eins og virðist hafa orðið gagnvart Bjarna Benediktssyni gef ég ekkert fyrir það.

Við þurfum ekkert kjökur eða grát, heldur fólk eins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson og fólk þar í kring að taka til óspilltra mála.

Vonandi fær Fransókn afar sterka stöðu að koma sínum málum í gegn, en í samsteypustjórnum þurfa allir að slá af sínum.

Segi því: Áfram Framsókn.

 


Framsókn staðföst.

Framsókn hefur síðan í byrjun hruns haft niðurfærslu skulda að leiðarljósi, þá um 20% en þar sem það fékk slælegar undirtektir "vinstri" flokkanna sem nánast hundsuðu þá eftir að hafa gert þeim kleift að mynda stjórn fyrir kosningar 2009, vegna þess að VG og Samfó gengust algerlega undir jarðarmen þeirra afla sem þau áður þóttust vera að berjast gegn. Nú Þarf niðurfærslan að vera hærri en 40%

Ég ætla ekki að rekja harmsögu VG og Samfó, en minni á að Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið fastur á sínum prinsippum og hefur ekki þurft á grátklökkum leiðtoga að halda. Því fólki sem lét glepjast á einhverri samúðarkennd í garð formanns Sjálfstæðisflokks skal bent að skoða hug sinn. Pólitík er harður bransi.

Alltaf er ég staðfastari með Framsókn. Verkin sýna merkin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband