Sinn er siður í landi hverju.

Á námsskeiðum og fyrirlestrum sem ég hef sótt að undanförnu hef ég orðið ýmissa hluta vísari.

Meðferðir atvinnuumsókna á Íslandi og Bretlandi, svo dæmi sé tekið, eru ólík í mörgu.

Hér á landi er gjarnan óskað að mynd fylgi atvinnuumsókn, aldur sem fylgir sjálfkrafa kennitölu, hjúkskaparstöðu og fjölskylduaðstæður, jafnvel fjárhagsstaða, meðlagsskuldir, húsnæðisskuldir, veikindafjarvistir á árinu, auk annarra persónulegra upplýsinga sem öllum er ekki ljúft að láta í té.

Á Bretlandi má mynd ekki fylgja umsókn, ekki aldur, ekki kynþáttur eða upprunaland, ef viðkomandi er breskur ríkisborgari en upprunnin í öðru landi, hvers kyns umsækjandi sé, þó oftast segi nafnið til um það, kynhneigð má ekki upplýsa, svo nokkur dæmi séu tekin. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að atvinnuleitendum sé ekki mismunað eftir þjóðfélagshópum og stéttum. Þetta er til eftirbreytni hjá þeim bresku.

Að sjálfsögðu er í báðum löndum óskað eftir upplýsingum um fyrri störf, menntun, prófgráður ef einhverjar og meðmæla í flestum tilfella óskað.

Mér finnst að við megum sníða ákveðinn ramma hvers megi láta getið í umsóknum og hvers skal láta ógetið því margt fólk í þessari aðstöðu er skikkað að láta í té upplýsingar um persónulegar hagi sem öðrum þarf ekkert að koma við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband