Skuldaleiðréttingar.

Hún er orðin ansi þreytt og leiðigjörn þessi umræða um skuldaniðurfærslur og leiðréttingar eftir forsendubrestinn mikla haustið 2008. Fjölmiðlar í þágu andstöðunnar hafa verið ansi duglegir að tala hana niður og tekið þar með stöðu gegn almenningi, gegn heimilinum.

Samfylking og Vinstri Grænir sviku þessi loforð sín samdægurs eftir kosningarnar 2009 og tóku stöðu með fjármálafyrirtækjum og kröfuhöfum bankanna þvert ofan í það sem þessir flokkar voru kosnir til. Skjaldborgin varð að spilaborg og hrundi í meðförum þeirra.

Það að Framsóknarflokkurinn lofaði niðurfærslum og leiðréttingum hefur verið notað gegn honum af andstæðingum hans, fjölmiðlum DV, www.visir.is og jafnvel samstarfsflokki.

Við sem kusum Framsóknarflokkinn gerðum það í þágu þeirra sem þurfa að bjarga heimilum sínum frá fjármálaöflunum, þar sem "vinstri" flokkarnir brugðust gjörsamlega og tóku stöðu þar í gegn.

Svo fremi að Sjálfstæðisflokkurinn bregðist ekki stjórnarsáttmálanum og færi skuldir niður að lágmarki um 20% og helst meira m.t.t. hrunsins, eða a.m.k. um 60% verða úrræði kunn innan tíðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband