Vinįttan; sönn eša fölsk?

Žaš reynir į hvort višhlęjendur eru sannir vinir eša ekki; hvernig brugšist er viš žegar ķ ógöngur er komiš.

Ég er ķ žeim sporum aš geta flokkaš žaš liš śt sem žóttust standa žétt upp aš sem vinir og vandamenn, en žegar į hólminn var komiš og ekki var hvaš sķst žörf į vinum, gufaši žetta sama fólk upp.

Sem betur fer eru vinir til stašar, og žį žeir sem engan įvinning töldu sig eiga af vinįttu og kunningsskap.

Svokallaša žįverandi "vini" mį finna ansi vķša, m.a. į Facebook, žį er ég aš tala um žį sem ég žekki persónulega og hef veriš ķ sambandi viš augliti til auglitis. Fariš hefur fé betra.

Žaš voru nefnilega żmsir meš flešulęti og sleikjuhįtt į mešan allt gekk nokkurn veginn ešlilega og vel fyrir sig, en svo hafa duniš į įföll, veikindi og atvinnumissir og sķšan žį hefur lķtiš til žeirra spurst.

Frišrik mikli af Prśsslandi sagšist meta hund sinn meira eftir žvķ sem hann kynntist mönnunum. Ég segi: "Žvķ meir sem ég kynnist mönnunum žvķ vęnna žykir mér um fuglana mķna".


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband