Landráðamenn og föðurlandssvikarar.

Að fá á sig stimplinn föðurlandssvikari og landráðamaður og vera staðinn að þessum glæpum felur í sér dauðadóm og aftökur í mörgum löndum og þykir verðskuldað.

Þannig er því ekki farið hér og mega ýmsir hrósa happi í ljósi efnahagshrunsins og eftirmála þess. 

Það sætir samt furðu að a.m.k. 2 fyrrum ráðherrar ríkisstjórnarinnar 2009-2013 skulu ekki vera dregnir fyrir dóm fyrir landráð og sæta refsingum fyrir að færa útlendum fjárglæpamönnum eignir þjóðarinnar á silfurfati. Slíkur undirlægjuháttur og sleikjugangur svokallaðra vinstri sem kenna sig við alþýðuskap vekur andstyggð og viðbjóð. Fyrir andvirði þessara stolinna fjármuna hefði verð hægt að byggja upp stóran hluta Landspítalans.

Fyrrum ritstjóri Þjóðviljans sem kenndi sig við þjóðfrelsi og alræði öreiganna er í dag á mála hjá hrægammasjóðum, sem "almannatengill", liggur á hleri, njósnar og lepur upp eins og slefandi hýena allt það sem hann slafrar í sig sem þjóðsvikari af hinni verstu sort.

Er þetta ekki verkefni fyrir Sérstakan Saksóknara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband