Borgarstjóri sumra.

Einhver borgarstjórnarræfill kom út úr kosningunum í Reykjavík eftir að mirihlutinn féll við lítinn orðstý. Samfóar, Björt framtíð besti flokkurinn, eða hvað á að kalla þetta tilfelli, fengu falleinkunn hjá kjósendum og því voru ráðin dýru að kippa fyrirbærunum VG og Pírötunum inn á hripleka skútuna því Samfóar þurftu að fá stólinn fyrir Dag.

Dagur Eggertsson í sínum pólitíska rétttrúnaði narraði annan minnihlutaflokkinn til fylgilags, það mátti jú ekki gerast að kjörnir fulltrúar sem honum hugnaðist ekki fengju setu í nefndum og ráðum.

Nefndur Dagur gaf þá yfirlýsingu að vera borgarstjóri ALLRA Reykvíkinga (sic). En samt, þá er Framsókn ekki "stjórntæk" og þar með er hann að sýna okkur sem kusum Framsókn fingurinn og óska okkur norður og niður.

Dagur Eggertsson, þú mátt kalla þig borgarstjóra og hengslast með borgarstjórakeðjuna um hálsinn. En það gerir þig ekkert að mínum borgarstjóra, sem er allt í lagi því þú hefur útilokað mig og mitt fólk frá því. En það gerir ekkert til því ég tel mig vera í hinum bestu málum án borgarstjóra. Ég réði þig ekki í vinnu og myndi aldrei gera, Dagur borgarstjóri SUMRA Reykvíkinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband