Lífeyrissjóðir greiði útfarir sjóðsfélaga

Lífeyrissjóðirnir okkar eru í fjötrum misviturra manna, enda afar misráðið að fá lyklavöld að þeim í hendur gamblara og jafnvel hrægamma og þjófa úr fyrirtækjum, og sem hafa skammtað sér rífleg laun fyrir stjórnarsetu þar auk ómældra fríðinda, enda a.m.k. 500 milljarðar (og líklega enn meira), foknir út um gluggann fyrir þeirra tilverknað með gríðarlegu tjóni og tapi fyrir eigendurna, þ.e. launafólksins.

En ég ætla að koma inn á einn hlut. Falli einstaklingur frá áður en taka lífeyris hefst hirða sjóðirnir allt það fé sem einstaklingur hefur greitt alla starfsævina. Þetta fé erfist ekki nema einhver takmarkaður makalífeyrir sé honum, þ.e makanum til að dreifa.

Það er því algert sanngirnis og réttlætismál, og það minnsta sem hægt er að fara fram á að lífeyrissjóðirnir greiði útfararkostnað sjóðsfélaga. Útfararir eru afar dýrar, hlaupa á hundruðum þúsunda og allt upp í milljón og jafnvel meir og má miða þá upphæð við milljón á núgildandi virði.

Þetta er engin ofrausn af hendi sjóðanna, heldur sjálfsagður virðingarvottur við þá látnu og aðstandendur þeirra, því vil ég velta þessu upp í fullri alvöru og vona að snjóboltinn fari að rúlla og hlaða utan á sig.

Með kveðju,

Valdimar Vilhjálmsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Valdimar.

Auðvitað liggur það í augum uppi að hlutaðeigandi sjóður ætti að greiða fyrir sómasamlegri útför gullandarinnar og hygg ég nú reyndar (og vona) að þeir geri það flestir.

Annað er að ég álít og er raunar sannfærður um að allir þessir 2500 milljarðar sem þeir tala fjálglega um að við eigum, séu því miður gufaðir upp, ýmist sóað eða stolið.

Ef allir þessir fjármunir væru í raun og veru aðgengilegir og á vísum stað, þá liggur það í augum uppi að 40% skatthlutur okkar allra væri nýttur til þarfra málefna á erfiðum tímum, líkt og nú.

Jónatan Karlsson, 5.4.2014 kl. 08:26

2 identicon

Sæll Jónatan.

Takk fyrir athugasemd þína.

Það væri betur að rétt sé getið hjá þér varðandi kostnaðarþáttöku sjóðanna í útför. En því er hins vegar ekkert haldið á lofti og þarf þá að bera sig eftir því með tilheyrandi fyrirhöfn.

Ég er sammála að þessir 2500 milljarða eign er öugglega stórlega ýkt, þeir hafa áhyggjur að þjóðin sé að eldast og rembast við að fá því framgengt að taka lífeyrir sé ekki hafinn fyrr en í fyrsta lagi við 70 ára aldur frekar en 67 ára.

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband