Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2012 | 02:19
Snæfellsjökull gæti enn gosið.
Snæfellsjökull er sá á forsíðu bloggsins.Hann blasir við mér í góðu skyggni heiman að frá mér yfir Faxaflóa frá Reykjavík.
Snæfellsjökull er sagður búa yfir dularmætti og að þau sem nálægt honum búa öðlist kraft þann sem frá jöklinum býr.
Hins vegar er hann eldfjall, hefur ekki gosið í meira en 1700 ár, en sé ennþá virkt sem eldstöð. Þegar að því kemur að hann gýs getur það orðið á þann hátt að hann hleypi af stað flóði sem geti orðið hamfararflóð. Það getur hleypt af stað slíku flóði að Seltjarnarnes og Vesturbær Reykjavíkur verði fyrir barðinu á því.
Getur orðið stutt í það, en líka geta liðið aldir þangað til.
Bloggar | Breytt 28.3.2012 kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2012 | 03:32
Misgóðar móttökur.
Ég heimsótti bróður minn í New York sumarið 2001. Mjög ánægjulegt sem mun lengi í minnum haft. Andrúmsloftið á JFK flugvelli þannig að ég var boðinn velkominn til Ameríku. Sömuleiðis var það við brottför til Keflavíkur. Með brosi á vör vísað þangað sem ég skyldi halda.
Önnur heimsókn í mars 2006. Allt annað andrúmsloft mengað af tortryggni, gegnumlýstur, tekin fingrför og andlitsmynd eftir rækilegt tékk á farangri. Sama kaosið við brottför. Hver og einn rannsakaður vel við brottför með tortryggni. Skiljanlega þó í ljósi hryðjuverkaárásanna í september 2001.
Ég skil ríkisstjórn USA vel eftir hremmingarnar í ágúst 2001. En það má líka sýna gestum þangað frá þeim vinveittum ríkjum minni tortryggni.
Bandaríkjamenn fá góðar móttökur hér sem er hið besta mál.
Bloggar | Breytt 24.3.2012 kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2012 | 00:00
Gamla Ísland.
Sífellt er tafsað um "Hið nýja Ísland".
En hvað er nýtt við það? Í mínum huga er "nýja Ísland" einkavæðing bankanna og annarra ríkisfyrirtækja upp á hundruð milljarða, skrifað upp á krít með krosstengslum hér og þar, örfáir léku sér með fé sem þeir áttu ekkert í og borguðu aldrei til baka, við sitjum uppi með peningaaula og verkleysi vanhæfra stjórnvalda þess tíma sem og þeirra dugleysingja sem í afneitun höfðust ekkert að og voru á þeysingsspretti um veröld víða að segja hvað allt væri svo æðislega gott hér! Þetta er hið nýja Ísland sem hófst um aldamótin.
Ég vil hið gamla Ísland eins og ég upplifði það. Eftir fullveldis- og síðar lýðveldistöku hófst mesta framfararskeið frá landnámi. Fengum eigin gjaldmiðil um 1920, sem að vísu hefur þurft að þola meðferð óstöðugs atvinnulífs fyrri tíma og kolvitlausra valdhafa nú og síðar.
Ég vil gamla Ísland sem er ekki í nánd við það nýja. Ég vil sjá það sem foreldar mínir og þau sem á undan komu gerðu að veruleika.
Það er í eðli Íslendinga að standa í skilum, skila hverri einustu krónu til baka sem skilað var eða keypt fyrir.
Gamla Ísland stóð uppi af heiðarlegu og vinnusamlegu fólki sem mátti ekki vamm sitt vita, gamla bændasamfélagið kenndi mér það.
Í dag er það að þú færð ekkert upp á krít öðruvísi en á okurvöxtum með fullri tryggingu verðs og ofurvöxtum að auki.
Má ég heldur biðja um gamla Ísland?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 18:22
Sérkennileg forgangsröðun.
Bloggar | Breytt 19.3.2012 kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2012 | 22:38
Það árlega uppgjör.
Glaðvakandi reyndar, vaknaði ég við vondan draum að það fer senn að líða að skattskilum. Síðasti dagur framtalsskila er fimmtudagur 22. mars, nema ég sæki um frest, fæ þá kannski 5 daga í viðbót eða svo.
Þegar staðgreiðslulerfið var tekið upp áttum við s.k. "skattlaust ár" 1987 eða 1988 minnir mig, meðan kerfisbreytingin stóð yfir. Allir vildu vinna sem mest máttu það árið, varla minna en 3-4 störf og 24 tímarnir í sólarhringnum dugðu vart fyrir marga.
Það fylgdi jafnframt það loforð að framtölin heyrðu brátt sögunni til, en ainhverra hluta vegna er enn verið að skila af sér skýrslum, flestir reyndar í rafrænu formi núna, og mest eða jafnvel allt forskráð svo lítið er annað en að kvitta fyrir að viðlögðum drengskap, nafnið sitt, sé hið gamla hefðbundna form notað, eða með veflykli sé rafræna leiðin farin.
Já veflykillinn! Ég ætlaði að fara að hespa þessu af en nú er þessi árans lykill hvergi finnanlegur svo ég sendi beiðni til "Skattmanns" um nýjan og býst við að fá hann í hendur eftir helgi. Keisarinn vill semsagt sitt og Guð líka að boði Frelsarans; veit reyndar ekki alltaf hvað hann í efra ætlast til af mér!
Hins vegar er af sú tíð í okkar rafræna umhverfi þegar fyrir utan Skattstjóraembættið í Reykjavík og víðar ríkti sú stemmning sem þar var að kvöldi síðasta skiladags, einkum síðasta klukkutímann.
En borgaralegri skyldu skal sinnt þrátt fyrir að vera ekki nærri alltaf sáttur við hvernig framlaginu til samfélagsins er varið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2012 | 02:19
Snæfellsjökull.
Fyrir ofan færslulista er mynd af Snæfellsnesi þar sem hinn goðsagnakenndi Snæfellsjökull gnæfir yfir.
Jökullinn er talinn hafa gosið síðast fyrir um 1700 ti1 1800 árum. Engu að síður er hann talinn virkt eldfjall og þegar það leysist úr læðingi getur það hleypt af stað hamförum sem Reykjavík og nágrenni geta orðið fyrir í mynd flóðs sem Seltjarnarnes og vesturbær Reykjavíkur verða ekki ósnortin af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 07:35
Forgangsmál ríkisstjórnarinnar.
Hvernig væri að ýta á ríkisstjórnina að hún fari að vinna vinnuna sína sem hún var ráðin til og rýni ekki á aðild að ESB og evru eingöngu?
Við ætlumst til að allir aðrir hlutir verði settir í forgang, uppbygging atvinnulífs, bætt kjör almennings, aukinn kaupmáttur, atvinnuleysi útrýmt og fleira í þeim dúr.
Ég veit ekki hvað þau Jóhanna, Steingrímur og þeirra lið hefur aðhafst að undanförnu nema að hafa það náðugt í stólunum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 07:23
Óaldarlýður..
Hvaða tilgangi þjónar lífið hjá þessum glæpalýð af hvers konar tagi?
Er það að vera sífellt á varðbergi um eigið líf og tilveru, að vera ekki skotnir og aflífaðir sjálfir og það að salla niður sem flestum sem kunna að vera ógn tilveru þeirra sjálfra?
Allt þetta lið er ákaflega ófrýnilegt og úrkynjað að sjá. Klætt í einhverja leðurmúnderingu. Karlarnir, órakaðir og ef þeir hafa einhvern vöxt á hausnum, margir eru sköllóttir, eru lufsurnar bundnar í tagl. Konurnar jafn ótilhafðar og hægt er að hugsa sér, vægast sagt óaðlaðandi.
Þetta lufsulið þambar bjór svo að hverjum meðalmanni yrði bumbult af og á sinn þátt í hvernig vaxtarlagi þeirra er háttað.
Þessi glæpalýður er úrkynjun og á ekkert skylt við neitt sem kallast mannlegt samfélag.
Við hljótum að krefjast algerrar útilokunar þessa óþjóðalýðs frá íslensku þjóðlífi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 02:32
Sannir eður ei?
Að rata á rétta vini kann að vera erfiðara en margir halda.
Það er ekki fyrr en einhver mótvindur blæs að þeir sem maður áður taldi vera vini en draga sig til hlés og láta lítið fara fyrir sér að maður getur flokkað hismið frá kjarnanum.
Þannig er því farið hjá mér núna en ég gleðst yfir að þeir fáu í hópi ættingja og vina hafa sýnt sig að vera heilir og sannir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 03:32
Glæpamenn skili af sér.
Því eru Björgólfsfeðgar, Kaupþingsmenn, Glitnisgaurar og aðrir sem hreinsuðu bankana að innan ekki enn dregnir fyrir dóm?
Við fáum aldrei peningana til baka sem þeir stálu, en það er enn hægt að hafa hendur í hári þeirra ogt láta þá taka út sína dóma með því að þeir skili í formi framleiðni og framlegð á þann máta að þeir láti eitthvað af ránsfengnum til þjóðarinnar sem þeir blygðunarlaust stálu af henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)