Málsskotsréttur festur í sessi.

Það er margtuggin og jafnþreytt þvæla að forsetaembættið sé sniðið eftir konungs/drottningarstöðunni i Danmörku, í stjórnarskrá Íslands hafi orðið forseti verið sett í stað konungs!

Ekkert er fjær sanni. Í fyrsta lagi er forseti Íslands kosinn beinni kosningu af þjóðinni, hvað fékk drottning Dana mörg atkvæði fram yfir "keppinauta" sína? Auðvitað engin, hún fékk stöðuna fyrir það eitt að vera elsta dóttir kóngsins hans pabba síns eftir hans dag, eins og aðrir arfakóngar/drottningar.

Hvorki drottning Dana né aðrir kóngar og drottningar annarra hér í Evrópu hafa rétt að vísa lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Það hefur forseti Íslands, enda ætlumst við til að hann skynji æðaslátt þjóðarinnar og heyri hvernig hjarta hennar slær í umdeildum málum sem stjórnmálamenn og við í mörgum tilfellum rennum blint í sjóðinn með og kjósum óbeinni kosningu, vilja gjarnan þjösna í gegnum Alþingi burtséð hvernig þeir skynja þjóðarvilja.

Forseti vor hefur virkjað málskotsréttinn öndvert við forvera sína og sá réttur kemur til að vera. Þess vegna er mjög mikilvægt að við veljum þjóðhöfðingja sem stendur frammi fyrir slíkum ákvörðunum skynji og meti þá strauma sem þjóðfélagið kann og mun standa frammi fyrir og hlýði á og fari eftir rödd hennar.

Þannig er Ólafur Ragnar Grímsson, hann einn í stjórnkerfinu sýndi sig að fara eftir áskorunum og tilmælum þjóðarinnar í a.m.k. fjórgang og sagan mun dæma hann og verk hans vel eftir því. Hann einn ráðamanna stóð með landsmönnum, en ekki þessi svokallaða ríkisstjórn sem er rúin trausti og virðingu..


Náttúruperlur í þjóðareigu.

Það er skaðlegt ef fólk fær ekki aðgang að helstu náttúruperlum landsins nema að geðþótta landeigenda.

Nú á dögunum var forsætisráðherrum Íslands og Kína ásamt fylgdarliði meinaður aðgangur að Kerinu í Grímsnesi og komust landeigendur upp með það.

Mér er ekkert umhugað um þessa ráðherra, mín skoðun er að það eigi að færa öll helstu náttúrufyrirbæri undir þjóðareign, landeigendur geta haft aðliggjandi svæði í einkaeigu.

Svo má vel hugsa sér einhvern aðgangeyri að þessum þjóðareignum þeim til viðhalds og lagfæringa eftir ágang gerðamanna.


Perlan.

Perlan er í söluferli sem gengur hægt.

Mér líst vel á að flytja Náttúrugripasafn þangað og hvet til þess frekar en að gera hana að spilavíti, bæta við lúxushóteli, dekurbaðstað eða öðru sem verður eingöngu á færi auðkýfinga að sækja.

Náttúrugripasafn ásamt stjörnuskoðunarstöð, svokallað "planetarium" vil ég sjá þarna, hið síðarnefnda hefur okkur alltaf vantað en nú er tækifærið upplagt.


Framsókn.

Ég sem aðhyllist samvinnustefnu í bland við sósíaldemókratisma hlýt að vera Framsóknarmaður sem ég eftir eyðimerkurgöngu mína í gegnum sameignarstefnu kommúnismans og þá helst þar sem Maóismi Kína var "haldreipið", sá með auknum þroska að lausnina var ekki að finna þar.

Alinn upp við þjóðleg gildi, ættjarðarást, samvinnuhugsjón, ungmennahreyfinguna, vera frjáls þegn í frjálsu landi rataði ég á þau réttu viðhorf og sem einstaklingur meðtek sem mín.

Síðustu 2 til 3 ríkisstjórnir hafa verið gersamlega óhæfar, því að þeim hefur verið ætlað að gæta hagsmuna þjóðar sinnar fyrst og fremst en gengu þess í stað þeim sem stöðu tóku gegn okkur á hönd.

Talandi um Framsóknarflokkinn hefur hann í gegnum tíðina verið sannur talsmaður þjóðarinnar gagnvart erlendum ríkjum.

Nefni; Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Eystein Jónsson, Ólaf Jóhannesson, Steingrím Hermannsson, Guðna Ágústsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ég skauta yfir tvo eða svo, þeir gengu óheillaöflum á hönd og verða ekki til umræðu hér.

Að vera Framsóknarmaður er hugsjón og áskorun. Ákorunin sú að standa á móti liðinu með Framsóknarfordóma og fóbíu sem maður sér hvern dag birtast í net- og vefmiðlum og öðrum fjölmiðlum.

Að vera Framsóknarmaður þýðir að aðhyllast sjálfbærni. Landbúnaður, fiskveiðar, iðnaður, verslun, hvers kyns framleiðsla og heilbrigðis og velferðarkerfi komi allri þjóðinni til góða og veiti öryggi.

Þannig þjóðfélag viljum við í Framsóknarflokknum sjá.


Evróvinir?

Kommissarar ESB vilja ólm fá okkur í sínar raðir. Það sýnir sig í peningum sem þeir dæla inn til kynningar, Evrópustofu, og veislu- og kokkteilboðum íslenskra fjölmiðla til Brussell.

Af hverju vilja þeir innlima okkur? Jú, fiskimiðin okkar fleytifull en sjálfir hafa Evrópubúar ofnýtt sín mið þannig að varla finnst branda þar. Vatnið okkar hreina og tæra, Evrópubúar hafa sóðað út og eitrað sín vatnsból svo manni verður illt af að svolgra klórbættan vökvann. Orkan, beisluð sem og óbeisluð, við eigum nóg af henni og þurfum ekki á þeirri kjarnorkuvæddu að halda. Norðurleiðin að opnast þannig að aðgengi skipa opnast við norðurskaut.

Samt er ESB að hnoðast og djöflast á okkur út af icesave. Verði þeim að því, fylgi við aðild hefur alltaf verið lítið hér og það bætir ekki í að ætla að taka sér opinberlega stöðu gegn okkur þar.

Ríkisstjórnin með Jóhönnu og Steingrím í forsvari hefur enn opinberað undirlægjuhátt sinn og ræfildóm í því að taka ekki afstöðu með þjóð sinni og beinlínis haft í hótunum við hana, allt í þágu flottræflanna í Brussell.


Tækifærin eru nær.

Það er atvinnuleysi og það er atvinnuþref. Hér í Reykjavík og nágrenni er það alltof afgerandi svo að heilu fjölskyldurnar hafa tekið sig upp og flust búferlum úr landi.

Við megum ekki missa fólk þannig úr höndum okkar. Þannig er að megnið af þessu fólki þarf ekki að yfirgefa ættjörðina. Staðreyndin er sú að mörg pláss víðs vegar um landið þurfa á vinnandi höndum að halda og sem betur fer hafa einhver séð þar gullin tækifæri.

Búseta á landsbyggðinni er gefandi, bæði fjárhagslega og ekki síður sú nánd sem nærvera við náttúru landsins gefur af sér.

Ég hvet fólk í Reykjavík og nágrenni og á Reykjanesi sem mest sverfur að nú um stundir að athuga og skoða alla möguleika á atvinnu og búsetu í byggðum landsins.

Okkur hættir oft að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.


Ólafur Ragnar Grímsson.

Það bætist í frambjóðendafánunna með degi hverjum. Líklega orðið 6 nú þegar, hvað sem endirinn kann að verða, fleiri eða færri.

Ég var árið 1996 harður á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, kaus ágæta konu þá. Nú er annað uppi á tengingnum.

ÓRG hefur sýnt sig sð vera eini talsmaður þjóðarinnar út á við á meðan þau í ríkisstjórninni hafa haft í hótunum við okkur ef við ekki greiddum icesave né gengumst undir afarkosti AGS. Þau ofurseldu okkur bönkum erlendra vogunarsjóða þegar þau áttu að verða okkur hlíf og skjöldur.

Enginn frambjóðenda hefur sýnt sig að ætla að vera annað en veislustjóri og skrauthúfa utan ÓRG.

Við þurfum vinveittan forseta gagnvart skeytingarlausu liði ríkisstjórnar eins og við búum við nú.


Sjónvarpsbíó.

Sá megnið af mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó á páskadagskvöld þar sem fjallað var á nærfærinn hátt,en þó með nokkurri kímni um sjúkdóminn kenndan við Alzheimer.

Myndin er byggð á eigin reynslu F.Þ.F. vel gerð sem við var að búast. Hins vegar vr myndin Bíódagar einnig sýnd fyrir nokkrum árum, einnig byggð á reynslu leikstjórans í æsku, sama um hana hvað gæði varðar.

Ýmislegt sammerkt með þessum 2 myndum, talsverður aldursmunur á foreldrum hans í þeim báðum, en í Bíódögum voru einungis 2 bræður í fjölskyldunnni, en í Mömmu Gógó 1 bróðir og 2 systur. Misræmi þar ef um framhald hefði átt að ræða.

Einnig var 79 af stöðinni skeytt inn í sem draumar og dulrænar skynjanir gömlu konunnar sem alloft var vör við látinn mann sinn í draumi og vöku.

Ætla ekkert að setja út á þessi atrið og misræmi, allar þessar 3 bíómyndir stóðu fyllilega fyrir sínu.


Fyrir um 3 áratugum.

Um 30 ár síðan.

Beðinn um aukavakt síðdegis 1 helgi.

Inni í sal situr gömul kona yfir kakói, vöfflum og rjóma

Biður síðan þjóninn að athuga með gistingu sem hann gerir. Kemur síðan með þá gömlu inn til mín á Hótel Borg..

Hún reynist búa á Elliheimilinu Grund. Ég læt hana hafa herbergi, en hringi jafnframt á Grund.

Í ljós kemur að hún hefur verið týnd síðan um morguninn og mikill feginleiki þar á bæ.

Lögreglan kemur, sækir hana en þeir eru mjög nærfærnir og umgangast hana af vinsemd og virðingu sem hún á skilið.

Allt endaði vel, og ég á von á að hún hafi verið meðhöndluð af þeim skilningi og nærfærni sem aldrað fólk á skilið að leiðarlokum.

Það eru um það bil 30 ár síðan þetta var.

Mér verður oft hugsað til gömlu konunnar.


Alvöru andóf.

Búsáhaldabyltingin svokallaða var engin bylting. Hún var bara í nösum þeirra vinstri grænna sem að sönnu tókst að velta sitjamdi stjórn úr sessi, það er helmingi hennar því V.G. myndaði stjórn með Samfylkingunni, þáverandi samstjórn
krata og íhalds.

Stjórn V.G. hefur sýnt sig ásamt Samfó að vera sú stjórn sem mest hefur beitt sér gegn eigin þjóð þvert á fyrirheit hennar.

Hleypt fjármagnsöflunum miskunnarlaust á heimili þessa lands sem og fyrirtæki.

Af hverju er fólk svo andvaralaust? Hvað þarf til að fólk rísi upp og segi: "EKKI MEIR!"
Spyr sá sen ekki veit.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband