Forsetakosningar til handa öllum.

Auðvitað, hafa borgarar þessa lands að uppfylltum aldurskilyrðum rétt á að kjósa til embætta þessa lands.

Þeim sem ekki eiga kost á að greiða atkvæði hjálparlaust gefst kostur á að fá aðstoð einhvers úr kjörstjón viðkomandi kjördeildar.

Öryrkjubandalaginu mátti vera þetta ljóst, en ekki að krefjast eftir á að forsetakosningar yrðu gerðar ógildar eftir að þorri fólks hafði látið vilja sinn í ljós.

Meinbugi ber að láta í ljós áður en ekki á eftir.

Eitt eða tvö tilvik voru látin duga að bandalagið kærir forsetakosningarnar og mig grunar að annarlegar aðstæður liggi að baki, sem sé helst að forystu Öryrkjubandalagsins hugnast ekki úrslit forsetakosninganna.


Að tryggja ekki eftir á.

Með fullri virðingu fyrir Freyju Halldórsdóttir, fjölfatlaðri konu sem þurfti aðstoð að koma atkvæði sínu í höfn í forsetakosningunum, en vantreysti kjörstjórnarfólki að merkja við atkvæði hennar, þá var heldur seint að hafa uppi aðgerðir því að í lögum er sá háttur hafður á að kjörstjórnarfólki, eiðsvörnu er falið að annast þessa hjálp.

Öllum lögum má breyta en það er þýðingarlaust að vera með andóf á kjördegi þegar gildandi lög sem hafa gilt áratugum saman eru við lýði.

Öryrkjabandalaginu mátti vera þetta ljóst og hefði getað í tæka tíð unnið að því að fá þessum lögum breytt í tæka tíð fyrir kosningar, en ekki fara af stað eftir á og jafnvel freista þess að fá löglegar kosningar dæmdar ógildar.

Fyrir næstu kosningar ættu þau að beita sér fyrir að fá þessum lögum breytt, en ekki aftir að þær eru um garð gengnar.Það er Alþingis að knýja fram lagabreytingar.


Taparar trompast!

Ég vil gjöra kunnugt því fólki sem ekki er það ljóst, að forsetakosningunum lauk 30. júní s.l. og sigraði sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson með meirihluta greiddra atkvæða.

Í aðdraganda kosninganna var baráttan hófstillt miðað við margar aðrar sem ég hef fylgst með og tiltölulega málefnanleg og kurteis eftir á að hyggja.

Það er núna eftir að forsetakjörið er um garð gengið, að sómakæru fólki er farið að þykja nóg um allan atganginn og það í þeim sem nú sleikja sár sín eftir úrslitin svo að tekur út yfir allan þjófabálk.

Ég er ekki að tala um frambjóðendur sem allir gengu frá með reisn og virðingu, heldur þau sem skipuðu sér í aðrar fylkingar en sigurvegarinn, og ber þar mest á fólki Samfylkingar og V.G.

Maður opnar ekki svo pappírs- eða netmiðil, jafnvel ljósvakamiðla, að ekki blasi við geðvonskuleg og illúðleg skrif þeirra sem þykja þau hafa borið skarðan hlut frá borði. Þarna eru ráðherrar, Alþingismenn, fræðimenn alls konar sem og aðrir stuðningsmenn, einkum eins frambjóðenda, sem bera sig aumlega, berja sér á brjóst og eiga vont með að ná áttum og sætta sig við orðinn hlut.

Oft hefur manni blöskrað atgangurinn í aðdraganda kosninga, en það er nú í kjölfar þeirra að fjandinn gengur laus að manni ofbýður!

Er ekki tími kominn að láta rykið sem þyrlað hefur verið upp, setjast og þau sem enn sleikja sár sín átti sig og rói niður?

Það stendur þeim til boða sem illa eru haldnir, áfallahjálp og sálfræðiaðstoð. Ekki virðist hinum ýmsu veita af!


Þjóðverjar skulda Grikkjum.

Það er með ólíkindum hvernig þjösnast er á Grikkjum þessa dagana og það ekki síst í ljósi sögunnar.

Þjóðverjar hernámu landið í seinni heimsstyrjöld og fóru eins og annars staðar þar sem þeir komu að, ómjúkum höndum um land og þjóð.

Þjóðverjar hafa þessa dagana gengið fremstir í að heimta fé af Grikkjum og fara mikinn. En þeir fara ekki hátt um að þeir hirtu allan gullforða grísku þjóðarinnar á stríðsárunum, að vísu í formi láns, en ekki skilað 1 milligrammi til baka.

Þjóðverjum voru gerðar margvíslegar stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina, en það var aðallega til stærri landa, eins og Sovét, Frakklands og öðrum. En þjóðir eins og Grikkir sátu óbættir frá garði og enn er gullforðinn sem Þjóðverjar hirtu af Grikkjum óbættur á meðan þeir hamast sem óðir væru á grísku þjóðinni.


Ábyrgð hverra?

Stöðugt er klifað á að taka ábyrgð á einhverju asnasparki og gjarnan vísað á saklausan almennning sem enga sök á, nefni Grikkland, Írland svo og Ísland í formi icesave svo eitthvað sé nefnt.

Þegar tveir aðilar semja um að A láni B ákveðna upphæð er það algerlega á milli þeirra tveggja. Ef B svo stendur ekki í skilum er það A sem á að standa skuldaskil á því. Það voru engir aðrir til undirskriftar. Ég gæti ekki
skuldsett alla í póstnúmeri 107 vegna skuldar sem granni minn í næsta húsi kynni að hafa lánað mér og ég stæði ekki skil á.

Svo Grikkland sé nefnt, voru þýskir bankar og fjármálastofnanir örlátastir á lán til braskara þar og mátti vel vera ljóst að teflt var á tvær hættur. Því skulu þær stofnanir sitja uppi með þá áhættu að hafa lánað óábyrgum aðilum en ekki almenningur þessa lands.

Þannig er með icesave, vísað er til mismununar til þjóðernis, en Það fær ekki staðist. Íslenskur almenningur tók ekki þátt í þeim barbabrellum sem icesave var og ber því ekki að borga. Hins vegar er þegar búið að borga vel yfir 50% úr þrotabúi Gamla Landsbanka og honum vel kleift að borga Bretum og Hollendingum það sem eftir stendur úr þessum illræmda sjóði og vel það.


Forsetar Íslands.

Ég ætla að reyna eftir bestu getu að rekja pólitíska ferla þeirra 5 einstaklinga sem gengt hafa embætti forseta Íslands. Allar leiðréttingar á því sem ég kann að hafa rangt eftir eru ákaflega vel þegnar, enda stiklað á stóru.

Sá fyrsti, Sveinn Björnsson lauk lögfræðiprófi, gengdi lögmannsstörfum fyrst eftir það, sat á Alþingi um skeið, en mestanhluta starfsævinnar vann hann hjá utanríkisþjónustunni, var ambassador Íslands í Danmörku eftir að Ísland gerðist sjálfstætt og fullvalda ríki 1918. Sem ríkisstjóri á stríðsárunum skipaði hann utanþingsstjórn, sem var mjög umdeild ráðstöfun. Ríkisstjóri var í raun ígildi forsetaembættis á þeim árum þegar Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. Við lýðveldisstofnunina 1944 á Þingvöllum var hann svo kosinn forseti lýðveldisins og gengdi því embætti uns hann lést árið 1952. Sveinn Björnsson beitti sér mjög í utanríkismálum. Heimsótti Bandaríkjaforseta, sem var hans eina utanlandsheimsókn í embætti og það er talið upphafið að aðild Íslands að Atlantsbandalaginu.

Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðimenntaður. Hann vildi sækja um prestsembætti, en Þórhallur Bjarnason biskup, síðar tengdafaðir hans, þótti hann of ungur til að taka vígslu. Hann snéri sér þá að stjórnmálum, varð fyrst þingmaður Framsóknarflokksins, uns hann eftir deilur skipti yfir í nýstofnaðan Bændaflokk, og að lokum þaðan yfir í Alþýðuflokkinn. Hann lét undan hvatningum að fara í forsetaframboð með fulltingi Alþýðuflokks gegn Sr. Bjarna Jónssyni dómprófasts og Gísla Sveinssyni þingforseta, en bar sigurorð af þeim með naumum mun á honum og Bjarna. Forseti var hann frá 1952 til 1968. Hann er sagður "guðfaðir" stjórnar Sjálfstæðis og Alþýðuflokks og beitti sér fyrir að það stjórnarsamstarf héldi sem það og gerði meðan hann gengdi embættinu 1952-1968. Má líka geta þess að hann var forseti Alþingis á 1000 ára Alþingishátíðinni árið 1930.

Árið 1968 þótti Gunnar Thoroddsen líklegastur að taka við af Ásgeiri, tengdaföður sínum. Ýmsum þótti það ekki við hæfi, auk þess sem Gunnar var nokkrum árum áður í Viðreisnarstjórninni sem var orðinn óvinsæl meðal landsmanna. Því var skimað eftir einhverjum sem líklegur væri að gegna embættinu með þeim sóma og virðuleik sem hæfa þótti embættinu. Kristján Eldjárn var oft nefndur, hann færðist lengi undan. en varð að lokum við því og bauð sig fram með Gunnari sem hann sigraði með um 2/3 hluta atkvæða. Kristján lét ekki mikið á sér bera í pólitíkinni, en varð þó tvisvar, árin 1979 og 1980 í stjórnarkreppum að því kominn að mynda utanþingsstjórnir, sem í bæði skiptin var afstýrt á síðustu stundu það eð loks tókst að mynda meirihlutasjórnir. Kristján gengdi embættinu til 1980 að hann lét af því.

Árið 1980 var kvennahreyfingin komin vel á skrið og raddir háværar að fá konu í embættið. Margar nefndar, en svo fór að nafn Vigdísar Finnbogadóttur bar hæst og fór svo að hún lét undan og bauð sig fram gegn 3 körlum. Hún var kosin með nauman mun á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni með rúmum 33% atkvæða. Örlagaríkasta ákvörðun Vigdísar var að vísa EES samningnum ekki til þjóðarinnar þrátt fyrir tugþúsunda undirskrifta landsmanna þar um. Sú ákvörðun hvílir helst á hennar forsetaferli. Þrátt fyrir það vann Vigdís á meðal þjóðarinnar og vinsældir hennar fóru stöðugt vaxandi og naut hún mikillar lýðhylli. Hennar veikleiki var að skorta pólitískt hugrekki, þ.e. þjóðin fékk ekki að taka afstöðu til EES. Vigdís sat í embætti til 1996.

Árið 1996 fóru að heyrast mörg nöfn nefnd, karla og kvenna. Brátt fór nafn Ólafs Ragnars Grímssonar að bera hæst. Svo fór að 1 kona og 3 karlar stigu endanlega fram, og Ólafur Ragnar sigraði með um 41% greiddra atkvæða. Hann er nú í framboði í 5.sinn. Hann hefur haft sig mjög í frammi, beitt málskotsréttinum 3svar, í seinni 2 skiptin hinn alræmda icesavesamning og þar með forðað þjóðinni frá voðaverkum ríkjandi stjórnar sem hefði kallað ógæfu og óbærilega áþján af mannavöldum yfir þjóðina. Þessa stjórn verður að sækja til svara. Ólafur, líkt og Ásgeir forveri hans skipti þrisvar um flokka. Var fyrst í Framsóknarflokknun, úr viðklofning í honum fór hann yfir í Samtök Frjálslyndra og Vinstri manna, en síðast í Alþýðubandalagið áður en hann tók við embætti forseta Íslands.


(Ó)trúverðugleiki frambjóðenda.

Að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina krefst þess að frambjóðendur upplýsi fólk um viðhorf og skoðanir á hinum ólíkustu málum.

Baráttan um forsetaembættið 30.júní er vart hafin, og við kjósendur varla heyrt nema undan og ofan hjá þeim flestum.

Það eru 2 frambjóðendur sem hafa allt uppi a borðum. Ólafur Ragnar Grímsson sem hefur látið verk sín tala auk þess að draga ekkert undan aðspurður, svo og Jón Lárusson sem neyddist til að draga framboð sitt til baka, en hann hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum sem hann dró enga dul á,var tíður gestur á Útvarpi Sögu, og svaraði ekki í austur ef hann var spurður í vestur. Ástþór Magnússon fer aldrei í launkofa með sín stefnumál og hefur aldrei gert.

Aðrir frambjóðendur hafa lítt komið fram í ljósvakamiðlum, en ég hef ekki haft tök á að heyra í þeim þar nema ÓRG, Þ.A. og Á.M á Útvarpi Sögu.

Það sem einkenndi framgöngu Þóru þar var þannig að maður var jafnnær eftir þáttinn og fyrir. Spurð um trú sína, sagðist hún ekki vera í trúfélagi, innt nánar, kvaðst hún hafa verið skírð og fermd. Lítið annað fékkst upp úr henni með það.

Spurð umm pólitík, jú hún var í Alþýðuflokknum, tók sér stöðu á lista fyrir hann, var víst félagi í Röskvu (em er hið besta mál), en í Samfylkingunni, nei hún gekk aldrei í hann að sögn!

Afstaðan til aðildar að ESB? Það kom hik og vöflur á hana en að lokum tafsaði hún út úr sér að hún teldi ekki rétt að gefa upp sína afstöðu sína til þess! Samt var hún í ungliðahreyfingu ESBsinna, og kenndi á einhverjum námsskeiðum hjá Samfylkingunni!

Allt mjög þokukennd svör sem ekki voru til fallin að auka traust á henni.

Fólk vill fá skýr viðhorf og álit á öllum málum sem snerta land og þjóð, ekki einhver þokukennd svör inn í mistrið hjá fólki sem gefur sig fram til þjóðhöfðingja.

Ólafur Ragnar og fyrrum frambjóðandi hafa verið hreinskilnir í sínum svörum. Ólafur Ragnar hefur auk þess viðurkennt yfirsjón sína að hafa hampað útrásarbófunum, sem var yfirsjón okkar allra að mæra þá, á sama tíma og þeir voru í óða önn að ræna okkur. Það var mjög virðingarvert af honum sem pólitíkusar mega taka sér til fyrirmyndar.

Þess vegna kjósum við Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Hann þekkir stjórnkerfi Íslands út og inn.


Stjórnarskráin; 26. grein.

Umræða um málskostsrétt forseta Íslands tekur á sig skringilegar og hlálegar myndir oft á tíðum og nú sem aldrei fyrr.

Þessi 26.grein stjórnarskrárinnar er að þvælast í mörgum sem maður taldi sæmilega greint fólk en virðist ekki hafa þá skerpu að skilja að bókstafurinn í stjórnarskránni er mjög skýr.

Þetta fólk maldar i móinn með að þarna hafi forseti verið settur í stað konungs, svokallað neitunarvald sem kóngurinn hafði en beitti aldrei. Forsetinn hefur ekkert neitunarvald, heldur heimild að synja lögum undirskriftar og vísa til þjóðarinnar þega hann skynjar undiröldu gegn þeim.

Kóngurinn nýtti aldrei neitunarvald sitt eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, hann hafði hvort eð er lítinn áhuga á íslenskum málum þrátt fyrir konungssambandið sem varði til 1944.

Þessi viðbára að þingmenn hafi látið 26.greinina standa því þeir gerðu ekki ráð fyrir að henni yrði beitt er fráleit. Ef svo hefði verið hefðu þeir einfaldlega kippt henni út.

Það að fyrri forsetar hafa aldrei beitt henni er fráleit og styðst ekki við neinar hefðir. Lýðveldið Ísland er aðeins 68 ára sem er ekki langur tími í sögu ríkis og það að 26. greininni hefur ekki verið beitt þangað til nú á síðari tímum er gott og gilt. Úr því að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er letrað skýrum stöfum á einfaldan og skýran hátt hlaut að boða það að þessu ákvæði yrði beitt fyrr eða síðar.


Vorhret á glugga.

Þrátt fyrir svokallaða hlýnun jarðar skella á okkur vorhret nú sem áður.

Þetta hret sem á skall um helgina er ekkert einsdæmi. Gjarnan dynja þau á eftir einmunatíð svo að gróður hefur náð sér vel á strik og fuglar lagstir á egg og jafnvel hafa egg klakist út og ungar skriðið í heiminn.

Því miður oft með dapurlegum afleiðingum fyrir fánu og flóru landsins okkar þar sem afturkippur hefur orðið.

Eigum við ekki samt að vona það besta að kuldaboli hafi ekki náð að höggva skörð í fánuna og að flóran nái sér á strik þannig að framundan sé blómlegt og gróskuríkt sumar.


Hvers konar forseta?

Í forsetakosningunum 1980 var það mjög í brennidepli að viið skyldum velja konu til starfans. Aðeins 1 var sú í hópi 4 frambjóðenda, allt mjög frambærilegt fólk.

Allir vita hvernig fór, Vigdís Finnbogadóttir hlaut kosningu, naumlega þó en vann sé hylli þjóðar með tíð og tíma, í það heila tekið, farsæll forseti.

Nú eru aðrir tímar, 7 frambjóðendur enn sem komið er, þar af 2 konur.

Ánægjulegt að vita að kynferði frambjóðenda ráði engum úrslitum. Af öllum frambærilegum er Ólafur Ragnar þeirra frambærilegastur, hans er þörf að grípa í taumana á ögurstundum sem framundan kunna að verða í lífi þjóðarinnar, að öðrum ólöstuðum er honum best treystandi í baráttu þjóðar við stjónmála og valdastétt þessa lands sem hefur snúið baki við þjóð sinni til þjónkunar erlendra valdhafa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband