25.11.2012 | 03:27
Varðliðar laga og rétttar.
Guðrún María Óskarsdóttir benti á í bloggi sínu að Björn Valur Gíslason væri vel að tapi sínu kominn. Þar er ég sammála. Hann hefur opinberlega svívirt forseta Íslands, kallað hann ónöfnum og sýnt vanvirðingu með fjarveru frá athöfnum sem snerta helga viðburði þjóðarinnar eins og setningu Alþingis.
En það gerðu fleiri og einn þingmannsræfill sem heitir Álfheiður Ingadóttir virðist því miður líkleg að ná kjöri fari allt sem horfir, en dónaskapur hennar og B.V.G. gagnvart þjóðhöfðingja lýðveldisins og þar með þjóðinni er með þeim hætti að jaðrar við landráð þeirra beggja.
Kannski á ég yfir höfði mér málshöfðun vegna þessara ummæla, enda þingkonan gift alræmdum innheimtulögfræðingi, en ég er alls ekki óvanur á þeim vettvangi svo við sjáum til! Sá handrukkari hótaði mér að ósekju að hirða af mér sjónvarpstækið hérna um árið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2012 | 22:42
Flokkurinn fer mannavillt!
Ég er ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður, en hins vegar staðfastur félagi í Framsóknarflokknum sem ég fylgi í gegnum þykkt og þunnt.
Engu að síður fékk ég 1 símtal frá einum prófkjörsframbjóðanda Sjálfstæðismanna, endilega að merkja við hann á réttum stað sagði stúlkan, svo og fékk ég líka 2 SMS skilaboð frá 2 ágætum konum úr sama flokki, sko, plís kjóstu okkur!
Veit ekki hvers vegna ég er talinn "einn af þeim", en hvað sem því líður er hugur minn bundinn við Framsóknarflokkinn sem ég ætla að gera mitt besta við að vinna að framgangi góðra mála!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 12:11
Framtíð Framsóknar.
Húsfyllir og vel Það á Háskólabíói í gær þar sem verðtryggingin var hrópuð niður.
Fæstir stjórnmálaflokkana taka undir það nema Framsóknarflokkurinn sem þó virðist vera að linast í afstöðu sinni.
Það er ekki að ástæðulausu að ég gekk til liðs við Framsókn. Það er vegna þess hve hann tók einarða afstöðu með alþýðu þessa lands, sérstaklega þeim sem eru að byggja sér heimili.
En nú virðist hann vera að linast í afstöðunni með þeim sem hann í upphafi tók með þeim sem urðu illa úti í forsendubrestinum í hruninu. Allt virðist snúast um hvort formaðurinn á að fá sínu framgengt og verða oddviti í Norðausturkjördæmi, deila um keisarans skegg.
NA kjördæmi er vel mannað. það á ekki að vera til þess að kljúfa flokkinn hverjir bjóða sig fram þar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að bjóða sig fram í Reykjavík Norður sem fyrr. Flokkurinn á að vera í fararbrjósti þeirra sem vilja taka á málum heimilanna sem berjast í bökkum vegna fosendubrests eins og hann gaf sig út fyrir að vera og halda þeirri stöðu.
Innanflokkserjur verða honum að fjörtjóni og það munu fáir fyrirgefa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2012 | 01:57
Yfir bæjarlækinn að sækja vatnið.
Grasið er ekki nærri alltaf grænna hinum megin. Allt frá byrjun hruns hafa allskyns gylliboð dunið á fólki erlendis frá, einkum frá Noregi sem manni virðist þjást af alvarlegum mannaflaskorti.
Gott og vel, en það gleymist að minna fólk á og vekja athygli að víða um land er vöntun á fólki í hin ýmsu störf og til þess að fylla upp í þau skörð eru útlendingar ráðnir í til lengri eða skemmri tíma.
Margt fólk kemur ekki auga á þau lífsgæði sem fylgir búsetu hér og þar um byggðir landsins. Þó að Noregur sé sjálfsagt ágætur er það ekki öllum að skapi að vera útlendingur í svo til ókunnu landi.
Að velja sér búsetu innanlands er valkostur sem vert er að íhuga og hrinda í framkvæmd. Ég hef búið þriðjung ævi minnar á Kirkjubæjarklaustri sem er mjög fjölskylduvænn staður og ég gæti hugsað mér búsetu þar á nýjan leik eða annars staðar ef aðstæður dagsins í dag kæmu ekki í veg fyrir það.
Það eru víða búsældalegir bæir og sveitir sem má alveg benda fólki á að íhuga. Það er gott að búa í Reykjavík, en hún á að vera einn af mörgum valkostum og höfuðborgarsvæðið allt.
Þegar ég ferðast um Ísland nægir mér ekki að sjá eingöngu fjöll, fossa, hveri og annað þess háttar. Ég vil líka hitta fyrir heimafólk staðanna sem ég vitja og kynnast háttum þess og högum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2012 | 04:48
Ríki og Þjóðkirkja.
Ýmsir sem fara mikinn og offari gagnvart Íslensku Þjóðkirkjunni geta vart á heilum sér tekið eftir atkvæðagreiðsluna um helgina og það svo mjög að sálarheill "siðmenntvantrúarliðsins" virðist í hættu. Meirihluti þjóðarinnar vill áfram tengsl ríkis og kirkju sem hingað til og hefur verið í 10 aldir.
Þetta fólk verður að vinna í sínum málum sjálft, ekki ætla ég að bjóða mig fram þeim til áfallahjálpar, enda þyrfti fagfólk að koma þarna til.
Það er hins vegar umhugsunarefni að það fólk sem mest fnæsir og rótar upp jörðinni þegar málefni Þjóðkirkjunnar ber á góma, segist ekkert vilja með hana hafa að gera,hafa skráð sig úr henni; að þegar eitthvað kemur upp á í lífi þess, viðburðir bæði gleði og sorgar, að þá er snúið sér hvert? Nema til hinnar Evangelísk Lúthersku Þjóðkirkju sem tekur þessum villuráfandi sauðum og vísar engum frá.
Minntist einhver á hræsni og tækifærismennsku?
Bloggar | Breytt 24.10.2012 kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2012 | 04:10
Gerspillt ASÍ.
Þing ASÍ fer fram þessa helgina. Ekki er neins að vænta úr þeirri áttini,forystan, klíkuelítan er úr takti við grasrótina og hins venjulega félaga.
Forsetinn er hagfræðimentaður, þiggur ofurlaun, gengur erinda stjórnvalda og stendur dyggan vörð um verðtryggingu fjármagnseigenda. Verðtrygging tíðkast ekki meðal siðmenntaðra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Áhættan liggur öll lántakans megin, sá skal taka á sig skellinn meðan lánveitendur hjóla í "nauðsemjandann" og hirða allt, heimili, bíl, og allt sem komist verður yfir þannig að lántaki stendur allslaus og bjargarlaus úti í kuldanum og búið er að rýra lífeyrissjóðsréttinn sem átti að tryggja afkomu hans eftir starfslok.
Forseti ASÍ er spilltur sem og hirðin í kringum hann. Kominn er tími að velta honum og náhirðinni úr sessi, koma á beinum kosningum þannig að félagar ASí hafi beina aðkomu að kjósa þann sem mest nýtur trausts. Því er sko ekki til að dreifa í dag.
Bloggar | Breytt 24.10.2012 kl. 04:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2012 | 06:49
Þessi hvimleiða "elíta".
Mikið óskaplega er hvimleitt þetta lið sem skipar sjálft sig í svokallaða "elítu" og fer oft mikinn.
Það gerir sig gildandi í flokki sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti og sem kemur á daginn að er ekkert annað en froða og orðin tóm því þegar á reynir kemur á daginn að það sýnir alþýðunni megnustu fyrirlitningu og lítilsvirðingu sem og sýndi sig hvað mest í icesave atkvæðagreiðslunni þar sem þjóðin hafnaði að greiða fyrir óreiðu útrásardólganna.
"Elítan" svokallaða er ekkert annað en vitgrannt fólk sem ofmetur sig sjálft og sækir í það sem þykir fínt og "in" þá stundina.
Ég sé þessu gjarnan bregða fyrir á Facebook, og er það sem mér sýnist að það skipar sér í flokk sem Samfylking nefnist?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2012 | 03:59
Enn af "Óla litla".
Það fer engum frekari sögum af honum "Óla litla", stjóranum á Hótel Borg sem að fyrirmælum sinna yfirmanna norður á Akureyri vék mér frá störfum s.l. vetur. Ég get kannski ekki áfellst hann, enda hann sjálfur undir stálhæl.
Margt var týnt til, ég var vondur við ameríska pabbadrengi sem ekki fengu leyfi að halda partýin sín með íslenskum smástelpum, þannig að aðrir gestir fengu engan svefnfrið. "Óli litli" gerði nákvæmlega ekki neitt þrátt fyrir upphringingu um hánótt að ástandið væri þannig að aðrir gestir upplifðu skelfingu og ótta vegna hávaða sem þessir dekurstrákar ollu.
Launin sem ég fékk fyrir að reyna að skakka leikinn og koma skikk og frið á ástandið voru þau að ég var kallaður fyrir "Óla litla", og afhent skriflegt ámininningarbréf! "Óli litli" kallaði mig fyrir um mánaðamótin janúar/febrúar og nú var kné látið fylgja kviði, semsé uppsögn, ég ekki lengur í þeirra húsum hæfur, vegna tveggja "kvartana" sem ég að sönnu brást við, en í ljós kom að um var að ræða "atvinnukvartara" sem leita allra leiða til að komast hjá að borga fyrir umbeðna þjónustu og næturgreiða.
Úr því ég sendi óvart andmælabréfið til "Óla litla", og áður en ég gekk frá því til fulls, og sem átti að vera í trúnaði eru frekar líkur á en hitt að ég birti það hér á blogginu, þó þar sé aðeins um uppkast að ræða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2012 | 03:53
Gamalt blogg. 21. september 2007.
Ekki allt fyrirsjáanlegt.
Jæja gott fólk, búinn að vera 10 daga í reykleysi og það gengur bara takk alveg þrusuvel. Það er eins og einhverju ákveðnu sé létt af manni þó ég hafi svo sem ekkert verið þrúgaður undanfarin ár.
Annars svolítið sérkennilegur dagur. Hringt í mig í gærdag laust fyrir kl. 3 og beðinn að taka næturvaktina vegna veikinda og ég gerði það.
Ekkert frekar um það að segja, nema að heim fór ég að vinnu lokinni, gekk til hvílu og bjó mig undir að taka vaktina í nótt.
Vaknaði um kl. 18:30, til að búa mig undir að mæta kl. 19:30 og sem ég er í miðjum klíðum að gera mig kláran, þá kemur SMS í gemsann. Skilaboðin á þá leið að félaginn sé það hress að hann ætli að taka vaktina og mér þakkað fyrir að hlaupa í skarðið í gær. Það er nú það!
Þannig að nú er ég útsofinn og sé ekki fram á að sofa mikið í nótt. Semsagt verð á næturvaktinni, en bara heima í ró og næði sem er hið besta mál.
Nú er bara að sjá hvort eitthvað sé í kassanum sem horfandi er á, eða finna sér eitthvað að lesa. Í öllu falli hef ég ekki áhuga á að kíkja á einhverja knæpu!
» 2 hafa sagt sína skoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 03:51
Gamalt blogg frá 21. september 2007.
Ekki allt fyrirsjáanlegt.
Jæja gott fólk, búinn að vera 10 daga í reykleysi og það gengur bara takk alveg þrusuvel. Það er eins og einhverju ákveðnu sé létt af manni þó ég hafi svo sem ekkert verið þrúgaður undanfarin ár.
Annars svolítið sérkennilegur dagur. Hringt í mig í gærdag laust fyrir kl. 3 og beðinn að taka næturvaktina vegna veikinda og ég gerði það.
Ekkert frekar um það að segja, nema að heim fór ég að vinnu lokinni, gekk til hvílu og bjó mig undir að taka vaktina í nótt.
Vaknaði um kl. 18:30, til að búa mig undir að mæta kl. 19:30 og sem ég er í miðjum klíðum að gera mig kláran, þá kemur SMS í gemsann. Skilaboðin á þá leið að félaginn sé það hress að hann ætli að taka vaktina og mér þakkað fyrir að hlaupa í skarðið í gær. Það er nú það!
Þannig að nú er ég útsofinn og sé ekki fram á að sofa mikið í nótt. Semsagt verð á næturvaktinni, en bara heima í ró og næði sem er hið besta mál.
Nú er bara að sjá hvort eitthvað sé í kassanum sem horfandi er á, eða finna sér eitthvað að lesa. Í öllu falli hef ég ekki áhuga á að kíkja á einhverja knæpu!
» 2 hafa sagt sína skoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)