31.3.2013 | 01:17
Mannorðsmorð.
Nú þegar enn ein skýrslan um Guðmundar og Geirfinnsmálin er birt er ekki úr vegi að rifja upp þætti ákveðinnna einstaklinga sem fóru mikinn og þyrluðu upp miklu moldvirði með pólitískan ávinning í huga og svifust einskis, reyndar lögðust svo lágt að væna fyrrum forsætisráðherra, Ólaf Jóhannesson um að vera hluttakandi í morði og mannshvarfi.
Þeir sem hér áttu hlut að máli voru; Vilmundur Gylfason, nú látinn; Þorsteinn Pálsson, þá ritstjóri Vísis og síðar forsætisráðherra og Sighvatur Björgvinsson sem var krataritstjóri, skolaði síðar inn á Alþingi og gott ef hann varð ekki ráðherra líka.
Nú vógu þessir menn svo þungt að mannorði og æru Ólafs Jóhannessonar að ég undrast hversu létt þeir komu undan þessum málarekstri öllum.
Þremenningar þessir gengu svo hart að, að það má undrum sæta að þeir skuli hafa gengið lausir því skv. hegningarlögum hefðu þeir átt margra ára fangelsisdóma skilið. Slíkur var glæpur þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2013 | 01:13
Ólíkt höfumst við að.
Blogg, kommentakerfi og aðrir vettvangar í netheimum hafa verið í öskrandi ham þessa dagana vegna þess að Vigdís Hauksdóttir greiddi atkvæði gegn aukinni þróunaraðstoð til þriðjaheimslanda.
Vel að merkja, hún var ekki að lýsa sig andvíga aðstoðinni, en benti réttilega á að við höfum full not fyrir 24 milljarða hér heima, en það má helst ekki minna á "óhreinu börnin hennar Evu"í okkar ranni.
Ég fullyrði að hvað sem tölur og statistíkur segja, látum við Íslendingar meira af hendi rakna en margar aðrar Vesturlandaþjóðir. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu segir lítið. Margir einstaklingar og fjölskyldur láta af hendi ákveðnar upphæðir í mánuði hverjum. Sjálfur er ég svokallað "heimsforeldri" eins og margir aðrir, borga ákveðna upphæð í mánuði hverjum sem nýtist betur í Afríku handa 1 eða 2 börnum en það myndi gerast hér.
Það er mikill munur á, við Íslendingar látum samanlagt vel af hendi rakna til barna í þróunarlöndum, en ekki eitt einasta framlag okkar fer í vopnasölu og afhendingar vígtóla sem er meira en mörg ríki á Vesturlöndum geta státað af. Það eru ótrúlegustu lönd ötul að dæla drápstækjum til landa sem síst af öllum þurfa á þeim að halda.
Allar tölur um framlög okkar Íslendinga eru því marklausar, þær eru miklu hærri en opinberar tölur segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2013 | 16:38
Framsóknarflokkurinn samkvæmur sjálfum sér.
Framsóknarflokkurinn er í mikilli framsókn í könnunum þessa dagana. En kannanir eru hálfgerður samkvæmisleikur og það sem kemur upp úr kössunum eftir kjördag gildir og telur. Því erum við sem flokknum fylgja rígjarðbundin og tökum því sem koma vill þegar þar að kemur.
En þó við höldum okkur á jörðinni er ekki það sama að segja um ýmsa sem eru í öðrum kimum pólitískt. Það sést á netheimum, í kommentakerfum ýmsum og bloggum, að hystería er í gangi og það afar svæsin og augljóst að í undirbúningi víða eru ófrægingaherferðir sem ég spái að fari stigvaxandi ef kannanir sýna flokkinn í áframhaldandi sókn.
Frasar eins og lýðskrum, þjóðremba, spillingaröfl og annað ámóta er farið að óma úr herbúðum andstæðinganna, til vitnis um bágborið sálarástand viðkomandi.
Hvernig sem kosningum lyktar vitum við að enginn einn flokkur nær meirihluta, þannig að úr verður samsteypustjórn. Eðli málsins samkvæmt verða flokkar sem þar að koma að ná samkomulagi, hvar allir verða að slá af í loforðum sínum. Ég vil gera stöðu Framsóknarflokksins sem sterkasta komi til þáttöku í næstu ríkisstjórn. Hann hefur sýnt sig að vera sjálfum sér samkvæmur og ekki hvikað frá stefnumiðum sínum og ekki slegið úr og í eins og aðrir flokkar hafa svo sannarlega gert.
Besti valkosturinn í mínum huga er Framsóknarflokkurinn og sú sannfæring vex með degi hverjum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2013 | 02:17
Nýja stjórnarskrá; til hvers?
Hvað er að fárast yfir hvort ný stjórnarskrá skuli taka gildi eður ei?
Kjörsókn til þess var með afburðum léleg svo deila má um hvort úrslitin séu marktæk þó naumur meirihluti þeirra sem létu sig hafa að kjósa hafi greitt atkvæði með.
Það er svo margt annað sem taka þarf á, við erum búin að vera með stjórnarskrá Lýðveldisins í um 70 ár, svo hvers vegna að hræra í henni áður en við leysum efnahagsmál og önnur meira aðkallandi verk?
Við þurfum sátt hvað varðar skuldir heimila og þau viðmið önnur að fólk geti við unað en sé ekki í sífelldri baráttu þannig að til sundrunga horfi. Það kallar bara yfir bölvun.
Leysum þessi mál fyrst og svo getum við farið að ræða um nýja stjórnarskrá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2013 | 04:35
Trausti rúin ríkisstjórn.
Samfylking og VG eru að strátapa fylgi ef eitthvað er að marka skoðanakannanir.
Má velta upp ýmsum ástæðum fyrir því. Þessir flokkar unnu stórsigra 2009. Það var út á stóru loforðin sem þeir gáfu en sviku öll sem eitt.
Icesave átti ekki að borga, Steingrímur J.S.vísaði því á ystu myrkur í stjórnarandstöðunni. "Efndirnar"; stjórnin lúffaði algerlega fyrir erlendum aðilum og nánast snéri upp á handlegg þjóðarinnar að við ættum að borga á afarkostum. Við þekkjum framhaldið sem lyktaði farsælega, þökk sé forsetanum og þjóðinni.
"Skjaldborg um heimilin". Það átti að verja landsmenn og heimili þeirra gagnvart heimtufrekum lánadrottnum. Niðurstaðan varð að gengið hefur verið miskunnarlaust gegn heimilum, þau rifin ofan af fólki eftir að stökkbreytt lánin urðu því ofviða.
Afskriftir til handa "milljarðasnáða,". Það að láta afskriftir ganga til handa óreiðumönnum sem ekki borguðu milljarðana sína, og láta afskiptalaust en líða aðfarir að venjulegu heiðarlegu fólki í millistétt. Hver ber traust til svona fólks í stjórnmálastétt?
Ég man ekki eftir annari stjórn sem svo svívirðilega hefur svikið kjósendur sína og þjóð. Hún á ekkert gott skilið. Kollvörpum henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2013 | 05:15
Léttir.
Öllu rétt þenkjandi fólki létti þegar fréttir bárust af niðurstöðu dómstóls EFTA.
Icesave afborganir var það sem við þurftum síst á að halda til viðbótar því sem við nú þegar höfum tekið á okkur að ekki sé minnst á "snjóhengjuna" svonefndu og "ástarbréfin" sem Seðlabankinn gaf út síðustu misseri fyrir hrun.
Hagspekingar segja að þessi sýknudómur hafi orðið til þess að létta á um 800.000 kr.á hvert mannsbarn í landinu og það munar um minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2013 | 09:11
Áramótaávörp 2012-2013.
Ég reyndi af mætti að rýna í ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur á gamlárskvöld.
Ekkert af því sem hún lagði upp með hefur staðist. Skjaldborgin fræga var færð yfir frá heimilinum til fjármögnunarfyrirtækjanna og uppgrip hjá embættum sem sjá um að velta ofan af höfðum venjulegs millistéttarfólks sem og þeirra sem ekki geta séð sér og sínum fyrir daglegum þörfum eins og mat.
Ræða Jóhönnu var einber hræsni sem hún á að skammast sín fyrir.
Hins vegar voru ræður biskups Íslands og forseta Íslands þeim til sóma. Þau sýndu og sönnuðu hvar hjarta Þjóðarinnar slær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2012 | 20:46
Skata eða skata ekki?
Ég hef gert 2 tilraunir að borða skötu og báðar misheppnast. Ástæðan líklega sú að ég er alinn upp á Kirkjubæjarklaustri, stað sem er langt frá sjó í hafnleysunni á Suðurlandi og átti allt sitt undir landbúnaði.
Samt sakna ég að hafa ekki upplifað skötustemmninguna og vil gefa henni eitt tækifæri. Ef einhver nennir að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu mun ég íhuga það alvarlega.
Með kveðju,
Valdimar landkrabbi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2012 | 21:14
"Annus Horribilis".
Það getur svo sem vel verið að það séu að koma jól. Jólalögin glymja í eyrunum meira en ég kæri mig um að heyra. Hvað sem því líður er ég ekkert í neinni jólastemmningu og kveð árið 2012 ekki með neinum söknuði. "Annus Horribilis" sagði einhver og ég get sagt það sama með mig.
Byrjar á að falla í ónáð hjá KEA mafíunni fyrir norðan sem gefur mér reisupassann frá Hótel Borg sem ég sé út af fyrir sig ekki eftir, orðinn ömurlegur vinnustaður með enn ömurlegri stjórnendum á Akureyri með leppa sína hér í Reykjavík,og eftir að hafa tekið hárrétt á hrikalegum aðstæðum, sagt að taka pokann.
Heilsan er ekki í lagi, bíð eftir að komast í massíva kransæðaaðgerð, þessi sjúkdómur er einn af "ávinningum" þessa vanþakkláta starfs á þessu ógæfulega hóteli.
Önnur veikindi eru í fjölskyldunnni, meira og minna alvarleg.
Nei; ég kveð árið 2012 ekki með neinum trega, það skal fara veg allrar veraldar og ekki veit ég hvernig á að kljúfa bólgnandi verðtryggð lán þegar bótatímabili lýkur. Ég skulda ekki nóg til að fá afskriftir enda milljörðunum ekki rúllað áfram!
Ég get ekki óskað fyrrum vinnustaðar neins góðs, mín vegna má hann fara norður og niður. Það virðist einhver bölvun grúfa þar yfir.
Sjálfur ætla ég að standa uppi sem sigurvegari og geng frá þessu liði endanlega verði það á mínu færi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 09:47
Í hverju felst rasismi?
Aldrei má orðinu halla á fólk af erlendum uppruna án þess að fá ausið yfir sig smekklegheitin rasisti, aumingi fáviti og annað sem vesalingar með þessi heilkenni láta út úr sér.
Þessu eru Kratarnir duglegastir að dreifa eins og skítamykju. Þeir eru svo uppteknir af "umburðarlyndi og hjartagæsku" í garð innflytjenda þó þeir kunni að vera hér á vafasömum forsendum.
Krötum eru eigin þjóð ekkert hjartfólgin og eru svo uppteknir af alþjóðahyggju, og um leið og manneskja talar af vitrænu raunsæi í pontu á Alþingi byrjar rasistasöngurinn gegn henni sem er eins og útspiluð og slitin plata.Sama er hér í kommentum ýmis konar.
Auðvitað höldum við áfram að taka útlendinga inn í landið eins og við höfum gert í tugi ára ef ekki í aldir.
Það þarf bara að taka Kratagreyin í kennslu og námskeið með að hver er sjálfum sér næstur. Þingmenn á Alþingi eru kjörnir til að gæta hagsmuni lands og þjóðar fyrst og fremst.
Að vera með hugann fyrst og fremst við það sem erlendis gerist er álíka viturlegt og sveitastjórnarmenn í Fjarðabyggð létu sig málefni Snæfellsbyggðar mestu varða.
Ef ég fengi að ráða gæfi ég Samfylkingunni frí næsta kjörtímabil og láta senda fólkið þar á endurmenntunarnámskeið.
Þrögsýni og einsýni ræður þar ríkjum í ranni Krata,ég segi ekki fávitar og fífl því ég vil ekki detta niður á þeirra plan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)