Vináttan; sönn eða fölsk?

Það reynir á hvort viðhlæjendur eru sannir vinir eða ekki; hvernig brugðist er við þegar í ógöngur er komið.

Ég er í þeim sporum að geta flokkað það lið út sem þóttust standa þétt upp að sem vinir og vandamenn, en þegar á hólminn var komið og ekki var hvað síst þörf á vinum, gufaði þetta sama fólk upp.

Sem betur fer eru vinir til staðar, og þá þeir sem engan ávinning töldu sig eiga af vináttu og kunningsskap.

Svokallaða þáverandi "vini" má finna ansi víða, m.a. á Facebook, þá er ég að tala um þá sem ég þekki persónulega og hef verið í sambandi við augliti til auglitis. Farið hefur fé betra.

Það voru nefnilega ýmsir með fleðulæti og sleikjuhátt á meðan allt gekk nokkurn veginn eðlilega og vel fyrir sig, en svo hafa dunið á áföll, veikindi og atvinnumissir og síðan þá hefur lítið til þeirra spurst.

Friðrik mikli af Prússlandi sagðist meta hund sinn meira eftir því sem hann kynntist mönnunum. Ég segi: "Því meir sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um fuglana mína".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband