Til stuðnings Færeyingum.

Með ólíkindum er hversu gömlu, úrkynjuðu nýlenduveldin í Evrópu með aftaníossa sína í ESB ganga langt í yfirgangi og drulluaustri gagnvart sér fámennari löndum og þeim sem standa hallari fæti.

Ég minni á icesave málin sem sanna að hægt er að láta þessi lönd lúta í gras, svo ekki sé minnst á landhelgisstríðin sem við gjörsigruðum, sællar minningar.

Að þjóðir ESB sem telja nær 510 milljónir skuli með svívirðingum vaða yfir tæpa 50 þúsund Færeyinga með að markmiði að rústa efnahag landsins er eins og að hoppa um 200 ár til baka þegar nýlenduveldin trömpuðu misskunnarlaust á löndum svokallaðra 3. heims landa.

Eru þetta löndin sem við eigum eitthvað sameiginlegt með? Kannski í viðskiptum og verslun, með þeim fyrirvara að þetta eru ekki vinaþjóðir og hafa aldrei verið.

ESB löndin hafa svívirt umhverfi sitt og annara þjóða, og ekki síst sjávarmiðin með glórulausri mengun, rányrkju og sóðakap. Öndvert hafa Færeyingar og Ísleningar stundað sínar veiðar af ábyrgð og með algerri sjálfbærni.  

Styðjum Færeyinga og sýnum þeim þann samhug sem þeir hafa sýnt okkur þegar á hefur bjátað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband