Þjóðrembusjúksdómsheilkennið.

Einn er sá geðræni kvilli sem sækir á ýmsa meðal samtíðarmannna okkar og fer hratt yfir, en sem betur fer er sá hópur í minnihluta.

Geðkvilli þessi lýsir sér þannig að sjúklingar þykjast sjá  þjóðrembu í fari þeirra sem lýsa ást á landi sínu, þjóðerni og tungu sinni.

Að lýsa væntumþykju og mæra stórkostlega náttúru lands síns er í þeirra augum, þjóðremba. Að vera meðvitaður um hversu þjóðin hefur áorkað og byggt sig upp í það sem hún er þrátt fyrir ýmis boðaföll og öldudali í tímans rás er í þeirra augum, þjóðremba.Það að kappkosta að halda þjóðtungu sinni sem geymir meðal dýrmætustu perlur bókmennta og sögu er í þeirra augum, þjóðremba.

Þessa fólks sem rakkar niður arfleið sína verður ekki minnst í tímans rás. Það fellur í gleymsku og dá en verður sem hópsálar minnst okkur og komandi kynslóðum til viðvörunar, sem sé nafnleysingjar.

Við sjáum för eftir þetta fólk úr ákveðnum flokkum og samtökum sem og í kommentum netmiðla, en það skilur ekki eftir sig nein spor, nema helst þar sem það rakkar niður og svívirðir nöfn þeirra sem standa upp úr og standa vörð um menningu lands og lýðs.

Það að vera þjóðrækinn er dyggð hverjum sem er, og hverrar þjóðar sem er. Og það er einnig dyggð að rækta vináttu og samstarf við aðrar þjóðir og það vil ég að við gerum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband