Sporin hræða.

Það er ekki að ástæðulausu að fólk beri ugg í brjósti gagnvart uppgangi og fyrirferð næstfjölmennustu trúarbragða heims. Sporin hræða, við sáum þegar nasistar Hitlers sviptu af sér grímunni eftr sýndarsamkomulag sem vart var þornað á pappírnum þegar allt var svikið og ófriðurinn mikli braust út með hörmungum sem á sér enga hliðstæðu í sögunni.

Sama má segja um kommúnismann í Sovét, A.-Evrópu, Kína og víðar en nytsamir sakleysingjar þeirra tíma prísuðu og lofuðu þessa þjóðfélagsgerð þar til hulunni var svipt og í ljós kom hvílík grimmdarverk voru framin í nafni Marx og Leníns.

Við vitum hvaða glæpaverk er verið að fremja og hafa verið framin í nafni Allah, en enginn lyftir hendi til varnar þeim ofsóttu, ekki síst þeim kristnu; það má ekki blaka litla fingri gegn þeim sem illvirkin fremja án þess að fá á sig rasista og þjóðrembustimpil af þeim nytsömu sakleysingjum sem eru fljótir að hlaupa í vörn fyrir fylgjendur Allah í nafni fjölþjóðamenningar svonefndrar.

Umburðarlyndi og virðing fyrir lífsskoðunum annarra er hið æskilegasta viðhorf, en þegar heimstrúarhreyfing hefur það að markmiði sínu og setur fylgjendum þau boð að útrýma þeim sem ekki eru á sömu línu og kollvarpa allri menningu þeirra og gildum vofir mikil hætta yfir heiminum öllum.

Stöndum vörð um okkur og framtíðina og föllum ekki  ekki í blekkingarpytt öfgaaflanna sem getur orðið fyrir tilstilli þeirra "umburðarlyndu" sem bregðast ókvæða við sé orðinu hallað á þá sem ganga fram með offorsi, blóðugir upp að öxlum og eira engu sem á vegi þeirra verður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband