Fólk fari að læra að hegða sér.

http://www.visir.is/konan-aetlar-ad-kaera-handtokuna/article/2013707109961

Ég er ekki að afsaka gerðir lögreglumannsins sem handtók þennan kófdrukkna konuvesaling á Laugavegi eina sukksama helgi í miðborg Reykjavíkur fyrir skömmu. Að handsama hana með þeim tökum sem hann beitti með þeim afleiðimgum að hún rak bakið að því virðist illilega í handrið á bekk er óafsakanleg. En lítum á þátt konunnar sem litla umfjöllun hefur fengið. Eins og áður sagði var hún kófdrukkin svo sést liggja í götunni í upphafi myndskeðs, bröltir á fætur við illan leik, en í stað þess að hypja sig út af akbrautinni yfir á gangstétt stillir hún sér fyrir framan lögreglubílinn, og ögrar löggæslumönnum um borð, þó hún væri svo völt að hún rétt héngi á fótunum, gengur síðan meðfram bílnum og rekur sig í hliðarspegil og hrækir í andlit þess sem sat undir stýri. Þetta atferlin nægði til handtöku þó aðferðir lagnna varðar hafi verið í meira lagi vafasamar og hefðu getað endað með stórslysi við að rekast í fyrrnefndan bekk. Í rúmlega aldarþriðjung vann ég í miðborg Reykjavíkur, ekki síst um nætur, helgar jafnt sem í miðri viku. Sumt virðist seint ætla að breytast og það er útúrsukkað fólk í aumu ástandi sem kann sér ekkert hóf í hegðun og umgengni. Að sjá miðborg Reykjavíkur, að morgni helgidags er hörmung, engu líkara en styrjöld hafi geisað þar og sviðin jörð, af glerbrotum, götur útbýjaðar ælu, þvagi og jafnvel saur og brotnar rúður og skemmd mannvirki ekki óalgeng sjón. Fólk sem enn er eftir, veður margt um viti sínu fjær eins og konugrey þetta sjálfu sér til stórminnkunnar og viti gæddu fólki sem þó kann að vera þarna líka, til ama. Ég er þeirrar skoðunar að eftir að bjórinn var leyfður hérlendis hafi ástandið heldur skánað, en mikið betur má þó ef duga skal. það er ekkert að því að gera sér dagamun og fara á ölkrár og veitingahús en hóf er best í hverjum hlut og það má fólk eins og þessi brjóstumkennanlega kona gera sér ljóst. Annars hefði hún ekki leikið vafasamt aðalhlutverk í myndskeiði sem hefur dreifst sem eldur í sinu um netheima Íslands og jafnvel víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú einu sinni svo að á sumrin er Laugavegi breitt í göngugötu og er því ekki akraut.

Það er þess vegna lögreglubílsins að bíða eftir að konan fer af gönguveginum, nema að ljós og hljóðmerki væru notuð til að sýna að lögreglubíllinn var í áríðandi útkalli.

Svo spyr ég; af hverju var lögreglubíll að aka á göngugötu?

Eru lögreglumenn fótalausir, eða eru þeir svo latir að þeir nenna ekki að ganga?

Kveðja frá London.

Jóhann Kristinsson, 11.7.2013 kl. 05:47

2 Smámynd: Valdimar Vilhjálmsson

Laugavegur er aðeins göngugata að hluta frá, Vatnsstíg eða svo. Hins vegar opinn að öllu leyti fyrir lögreglunni við eftirlitsstörf.

Valdimar Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 16:37

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hvar gergerðist atburðurinn?

Er ekki lögreglubíllinn að fara upp Laugavegin, ef að bíllinn er ekki á göngugötuhluta Laugavegsins, þá er hann að keyra á móti umferð.

Hélt að það væri bannað að keyra á móti umferð á einstefnygötu, nema að ljós og hljóðmerki lögreglubílsins séu í notukun vegna áríðandi útkalls.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 13.7.2013 kl. 05:12

4 identicon

Nei reyndar ekki Jóhann. Lögreglubíllinn er þarna á leið niður Laugaveg, veit ekki alveg fyrir víst hvort hann er á þeim hluta sem er opinn almennri bílaumferð eða lokaður. Hallast þó frekar að því síðarnefnda.

Kveðja frá Reykjavík til Dubai.

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband