20.4.2013 | 18:33
Framsókn staðföst.
Framsókn hefur síðan í byrjun hruns haft niðurfærslu skulda að leiðarljósi, þá um 20% en þar sem það fékk slælegar undirtektir "vinstri" flokkanna sem nánast hundsuðu þá eftir að hafa gert þeim kleift að mynda stjórn fyrir kosningar 2009, vegna þess að VG og Samfó gengust algerlega undir jarðarmen þeirra afla sem þau áður þóttust vera að berjast gegn. Nú Þarf niðurfærslan að vera hærri en 40%
Ég ætla ekki að rekja harmsögu VG og Samfó, en minni á að Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið fastur á sínum prinsippum og hefur ekki þurft á grátklökkum leiðtoga að halda. Því fólki sem lét glepjast á einhverri samúðarkennd í garð formanns Sjálfstæðisflokks skal bent að skoða hug sinn. Pólitík er harður bransi.
Alltaf er ég staðfastari með Framsókn. Verkin sýna merkin.
Athugasemdir
Furðuleg færsla af hverju þarf niðurfærslan að vera 40 núna? Hefðu þeir lækkað skuldir allra um 20% 2009 þyrfti þá ekki að lækka þær aftur um 20% núna hvort eð er. Bendi þér á að Framsókn segir í dag:
- Það þarf að skoða hvert lán fyrir sig og meta hvað eigi að lækka þau.
- Leggja á áherslu á lán sem voru tekin 2005 til 2008 en þeir sem tóku lán fyrr eru búnir að hagnast á hækkun á fasteignaverði.
- Þeir ætla ekki að taka verðtryggingu af þegar teknum lánum heldur af nýjum lánum
- Þeir sögðu fyrst að það ætti að borga þetta af skattfé, Svo að taka þetta af vondum kröfuhöfum sem væru búnir að græða svo mikið. En nú er komið í ljós að um 30 til 40% kröfuhafa eru þeir sem afskrifuðu 7 af hverjum 10 krónum sem þéir lánuðu hingað fyrir hrun og hafa ekki selt kröfu sínar eins og Sigmundur heldur fram.
Sé svo ekkert gáfulegt að lækka lán fólks þannig að greiðslubirgðin lækki af meðal láni um 15 til 20 þúsund á mánuði af verðtryggðu láni en greiðslru af óverðtrggðum lánum er um 30% hærri en framsókn ætlar að banna verðtryggingu. Og því verður hærri greiðslubirgði hér hjá heimlum næstu árin. Auk verðbólgu sem getur hækkað við þessar aðgerðir sem og skattar þar sem við ætlum ekki leggja áherslu á að greiða niður skuldir ríkisins.Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2013 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.