Mannorðsmorð.

Nú þegar enn ein skýrslan um Guðmundar og Geirfinnsmálin er birt er ekki úr vegi að rifja upp þætti ákveðinnna einstaklinga sem fóru mikinn og þyrluðu upp miklu moldvirði með pólitískan ávinning í huga og svifust einskis, reyndar lögðust svo lágt að væna fyrrum forsætisráðherra, Ólaf Jóhannesson um að vera hluttakandi í morði og mannshvarfi.

Þeir sem hér áttu hlut að máli voru;  Vilmundur Gylfason, nú látinn; Þorsteinn Pálsson, þá ritstjóri Vísis og síðar forsætisráðherra og Sighvatur Björgvinsson sem var krataritstjóri, skolaði síðar inn á Alþingi og gott ef hann varð ekki ráðherra líka.

Nú vógu þessir menn svo þungt að mannorði og æru Ólafs Jóhannessonar að ég undrast hversu létt þeir komu undan þessum málarekstri öllum. 

Þremenningar þessir gengu svo hart að, að það má undrum sæta að þeir skuli hafa gengið lausir því skv. hegningarlögum hefðu þeir átt margra ára fangelsisdóma skilið. Slíkur var glæpur þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þörf ábending Valdimar. Lifandi hafa tækifæri til að biðjast velvirðingar á hrokafullum óþokkaskap sínum og nú er tækifærið fyrir Þorstein, sjáum til, hvort og þá hvernig hann hefur þroskast .  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2013 kl. 10:36

2 identicon

Þakka þér fyrir Hrólfur, ég mátti bara til að velta þessu upp á nýjan leik.

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband