30.3.2013 | 01:13
Ólíkt höfumst við að.
Blogg, kommentakerfi og aðrir vettvangar í netheimum hafa verið í öskrandi ham þessa dagana vegna þess að Vigdís Hauksdóttir greiddi atkvæði gegn aukinni þróunaraðstoð til þriðjaheimslanda.
Vel að merkja, hún var ekki að lýsa sig andvíga aðstoðinni, en benti réttilega á að við höfum full not fyrir 24 milljarða hér heima, en það má helst ekki minna á "óhreinu börnin hennar Evu"í okkar ranni.
Ég fullyrði að hvað sem tölur og statistíkur segja, látum við Íslendingar meira af hendi rakna en margar aðrar Vesturlandaþjóðir. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu segir lítið. Margir einstaklingar og fjölskyldur láta af hendi ákveðnar upphæðir í mánuði hverjum. Sjálfur er ég svokallað "heimsforeldri" eins og margir aðrir, borga ákveðna upphæð í mánuði hverjum sem nýtist betur í Afríku handa 1 eða 2 börnum en það myndi gerast hér.
Það er mikill munur á, við Íslendingar látum samanlagt vel af hendi rakna til barna í þróunarlöndum, en ekki eitt einasta framlag okkar fer í vopnasölu og afhendingar vígtóla sem er meira en mörg ríki á Vesturlöndum geta státað af. Það eru ótrúlegustu lönd ötul að dæla drápstækjum til landa sem síst af öllum þurfa á þeim að halda.
Allar tölur um framlög okkar Íslendinga eru því marklausar, þær eru miklu hærri en opinberar tölur segja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.