Framsóknarflokkurinn samkvæmur sjálfum sér.

Framsóknarflokkurinn er í mikilli framsókn í könnunum þessa dagana. En kannanir eru hálfgerður samkvæmisleikur og það sem kemur upp úr kössunum eftir kjördag gildir og telur. Því erum við sem flokknum fylgja rígjarðbundin og tökum því sem koma vill þegar þar að kemur.

En þó við höldum okkur á jörðinni er ekki það sama að segja um ýmsa sem eru í öðrum kimum pólitískt. Það sést á netheimum, í kommentakerfum ýmsum og bloggum, að hystería er í gangi og það afar svæsin og augljóst að í undirbúningi víða eru ófrægingaherferðir sem ég spái að fari stigvaxandi ef kannanir sýna flokkinn í áframhaldandi sókn.

Frasar eins og lýðskrum, þjóðremba, spillingaröfl og annað ámóta er farið að óma úr herbúðum andstæðinganna, til vitnis um bágborið sálarástand viðkomandi.

Hvernig sem kosningum lyktar vitum við að enginn einn flokkur nær meirihluta, þannig að úr verður samsteypustjórn. Eðli málsins samkvæmt verða flokkar sem þar að koma að ná samkomulagi, hvar allir verða að slá af í loforðum sínum. Ég vil gera stöðu Framsóknarflokksins sem sterkasta komi til þáttöku í næstu ríkisstjórn. Hann hefur sýnt sig að vera sjálfum sér samkvæmur og ekki hvikað frá stefnumiðum sínum og ekki slegið úr og í eins og aðrir flokkar hafa svo sannarlega gert.

Besti valkosturinn í mínum huga er Framsóknarflokkurinn og sú sannfæring vex með degi hverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband