5.3.2013 | 02:17
Nýja stjórnarskrá; til hvers?
Hvað er að fárast yfir hvort ný stjórnarskrá skuli taka gildi eður ei?
Kjörsókn til þess var með afburðum léleg svo deila má um hvort úrslitin séu marktæk þó naumur meirihluti þeirra sem létu sig hafa að kjósa hafi greitt atkvæði með.
Það er svo margt annað sem taka þarf á, við erum búin að vera með stjórnarskrá Lýðveldisins í um 70 ár, svo hvers vegna að hræra í henni áður en við leysum efnahagsmál og önnur meira aðkallandi verk?
Við þurfum sátt hvað varðar skuldir heimila og þau viðmið önnur að fólk geti við unað en sé ekki í sífelldri baráttu þannig að til sundrunga horfi. Það kallar bara yfir bölvun.
Leysum þessi mál fyrst og svo getum við farið að ræða um nýja stjórnarskrá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.