Trausti rúin ríkisstjórn.

Samfylking og VG eru að strátapa fylgi ef eitthvað er að marka skoðanakannanir.

Má velta upp ýmsum ástæðum fyrir því. Þessir flokkar unnu stórsigra 2009. Það var út á stóru loforðin sem þeir gáfu en sviku öll sem eitt. 

Icesave átti ekki að borga, Steingrímur J.S.vísaði því á ystu myrkur í stjórnarandstöðunni. "Efndirnar";  stjórnin lúffaði algerlega fyrir erlendum aðilum og nánast snéri upp á handlegg þjóðarinnar að við ættum að borga á afarkostum. Við þekkjum framhaldið sem lyktaði farsælega, þökk sé forsetanum og þjóðinni.

"Skjaldborg um heimilin". Það átti að verja  landsmenn og heimili þeirra gagnvart heimtufrekum lánadrottnum. Niðurstaðan varð að gengið hefur verið miskunnarlaust gegn heimilum, þau rifin ofan af fólki eftir að stökkbreytt lánin urðu því ofviða.

Afskriftir til handa "milljarðasnáða,".  Það að láta afskriftir ganga til handa óreiðumönnum sem ekki borguðu milljarðana sína, og láta afskiptalaust en líða aðfarir að venjulegu heiðarlegu fólki í millistétt. Hver ber traust til svona  fólks í stjórnmálastétt?

Ég man ekki eftir annari stjórn sem svo svívirðilega hefur svikið kjósendur sína og þjóð. Hún á ekkert gott skilið. Kollvörpum henni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband