16.12.2012 | 20:46
Skata eða skata ekki?
Ég hef gert 2 tilraunir að borða skötu og báðar misheppnast. Ástæðan líklega sú að ég er alinn upp á Kirkjubæjarklaustri, stað sem er langt frá sjó í hafnleysunni á Suðurlandi og átti allt sitt undir landbúnaði.
Samt sakna ég að hafa ekki upplifað skötustemmninguna og vil gefa henni eitt tækifæri. Ef einhver nennir að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu mun ég íhuga það alvarlega.
Með kveðju,
Valdimar landkrabbi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.