Varðliðar laga og rétttar.

Guðrún María Óskarsdóttir benti á í bloggi sínu að Björn Valur Gíslason væri vel að tapi sínu kominn. Þar er ég sammála. Hann hefur opinberlega svívirt forseta Íslands, kallað hann ónöfnum og sýnt vanvirðingu með fjarveru frá athöfnum sem snerta helga viðburði þjóðarinnar eins og setningu Alþingis.

En það gerðu fleiri og einn þingmannsræfill sem heitir Álfheiður Ingadóttir virðist því miður líkleg að ná kjöri fari allt sem horfir, en dónaskapur hennar og B.V.G. gagnvart þjóðhöfðingja lýðveldisins og þar með þjóðinni er með þeim hætti að jaðrar við landráð þeirra beggja.

Kannski á ég yfir höfði mér málshöfðun vegna þessara ummæla, enda þingkonan gift alræmdum innheimtulögfræðingi, en  ég er alls ekki óvanur á þeim vettvangi svo við sjáum til! Sá handrukkari hótaði mér að ósekju að hirða af mér sjónvarpstækið hérna um árið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband