23.11.2012 | 22:42
Flokkurinn fer mannavillt!
Ég er ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður, en hins vegar staðfastur félagi í Framsóknarflokknum sem ég fylgi í gegnum þykkt og þunnt.
Engu að síður fékk ég 1 símtal frá einum prófkjörsframbjóðanda Sjálfstæðismanna, endilega að merkja við hann á réttum stað sagði stúlkan, svo og fékk ég líka 2 SMS skilaboð frá 2 ágætum konum úr sama flokki, sko, plís kjóstu okkur!
Veit ekki hvers vegna ég er talinn "einn af þeim", en hvað sem því líður er hugur minn bundinn við Framsóknarflokkinn sem ég ætla að gera mitt besta við að vinna að framgangi góðra mála!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.