Framtíð Framsóknar.

Húsfyllir og vel Það á Háskólabíói í gær þar sem verðtryggingin var hrópuð niður.

Fæstir stjórnmálaflokkana taka undir það nema Framsóknarflokkurinn sem þó virðist vera að linast í afstöðu sinni.

Það er ekki að ástæðulausu að ég gekk til liðs við Framsókn. Það er vegna þess hve hann tók einarða afstöðu með alþýðu þessa lands, sérstaklega þeim sem eru að byggja sér heimili.

En nú virðist hann vera að linast í afstöðunni með þeim sem hann  í upphafi tók með þeim sem urðu illa úti í forsendubrestinum í hruninu. Allt virðist snúast um hvort formaðurinn á að fá sínu framgengt og verða oddviti í Norðausturkjördæmi, deila um keisarans skegg.

NA kjördæmi er vel mannað. það á ekki að vera til þess að kljúfa flokkinn hverjir bjóða sig fram þar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að bjóða sig fram í  Reykjavík Norður sem fyrr. Flokkurinn á að vera  í fararbrjósti þeirra sem vilja taka á málum heimilanna sem berjast í bökkum vegna fosendubrests eins og hann gaf sig út fyrir að vera og halda þeirri stöðu.

Innanflokkserjur verða honum að fjörtjóni og það munu fáir fyrirgefa.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband