Ríki og Þjóðkirkja.

Ýmsir sem fara mikinn og offari gagnvart Íslensku Þjóðkirkjunni geta vart á heilum sér tekið eftir atkvæðagreiðsluna um helgina og það svo mjög að sálarheill "siðmenntvantrúarliðsins" virðist í hættu. Meirihluti þjóðarinnar vill áfram tengsl ríkis og kirkju sem hingað til og hefur verið í 10 aldir.

Þetta fólk verður að vinna í sínum málum sjálft, ekki ætla ég að bjóða mig fram þeim til áfallahjálpar, enda þyrfti fagfólk að koma þarna til.

Það er hins vegar umhugsunarefni að það fólk sem mest fnæsir og rótar upp jörðinni þegar málefni Þjóðkirkjunnar ber á góma, segist ekkert vilja með hana hafa að gera,hafa skráð sig úr henni; að þegar eitthvað kemur upp á í lífi þess, viðburðir bæði gleði og sorgar, að þá er snúið sér hvert? Nema til hinnar Evangelísk Lúthersku Þjóðkirkju sem tekur þessum villuráfandi sauðum og vísar engum frá.

Minntist einhver á hræsni og tækifærismennsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband