Gerspillt ASÍ.

Þing ASÍ fer fram þessa helgina. Ekki er neins að vænta úr þeirri áttini,forystan, klíkuelítan er úr takti við grasrótina og hins venjulega félaga.

Forsetinn er hagfræðimentaður, þiggur ofurlaun, gengur erinda stjórnvalda og stendur dyggan vörð um verðtryggingu fjármagnseigenda. Verðtrygging tíðkast ekki meðal siðmenntaðra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Áhættan liggur öll lántakans megin, sá skal taka á sig skellinn meðan lánveitendur hjóla í "nauðsemjandann" og hirða allt, heimili, bíl, og allt sem komist verður yfir þannig að lántaki stendur allslaus og bjargarlaus úti í kuldanum og búið er að rýra lífeyrissjóðsréttinn sem átti að tryggja afkomu hans eftir starfslok.

Forseti ASÍ er spilltur sem og hirðin í kringum hann. Kominn er tími að velta honum og náhirðinni úr sessi, koma á beinum kosningum þannig að félagar ASí hafi beina aðkomu að kjósa þann sem mest nýtur trausts. Því er sko ekki til að dreifa í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er 110% smmála þér í þessu Valdimar,og þetta á við í flestum geirum, þar sem topparnir skammta sjálfum sér ofurvel af öllu,borga ekki fyrir neitt,almenningur er víst ekki of góður til að borga, hvað svo sem það er,eru að eigin mati ómissandi og alvitrir.  ( þeir ættu kannski að kíkja oftar í kirkjugarðana,þar eru ýmsir sem HÉLDU líka að þeir væru ómissandi. )  sannleikurinn er að þeir  eru óalandi og óferjandi,það veit meðal Jóninn, á meðan Jón og Gunna Jóns hamast við að borga...annars....og lepur dauðann úr skel.

Þér ratast ýmislegt satt af munni / lyklaborði, kæri vinur,skemmir aldrei að kíkja hér inn á bloggið.     Alltaf eitthvað gott til að hugsa um hér,klikkar ekki !!

Ásta Erna Oddgeirsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 10:50

2 Smámynd: Valdimar Vilhjálmsson

Takk Erna mín. :-)

Valdimar Vilhjálmsson, 23.11.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband