Gamalt blogg frá 21. september 2007.

Ekki allt fyrirsjáanlegt.
Jæja gott fólk, búinn að vera 10 daga í reykleysi og það gengur bara takk alveg þrusuvel. Það er eins og einhverju ákveðnu sé létt af manni þó ég hafi svo sem ekkert verið þrúgaður undanfarin ár.

Annars svolítið sérkennilegur dagur. Hringt í mig í gærdag laust fyrir kl. 3 og beðinn að taka næturvaktina vegna veikinda og ég gerði það.

Ekkert frekar um það að segja, nema að heim fór ég að vinnu lokinni, gekk til hvílu og bjó mig undir að taka vaktina í nótt.

Vaknaði um kl. 18:30, til að búa mig undir að mæta kl. 19:30 og sem ég er í miðjum klíðum að gera mig kláran, þá kemur SMS í gemsann. Skilaboðin á þá leið að félaginn sé það hress að hann ætli að taka vaktina og mér þakkað fyrir að hlaupa í skarðið í gær. Það er nú það!

Þannig að nú er ég útsofinn og sé ekki fram á að sofa mikið í nótt. Semsagt verð á næturvaktinni, en bara heima í ró og næði sem er hið besta mál.

Nú er bara að sjá hvort eitthvað sé í kassanum sem horfandi er á, eða finna sér eitthvað að lesa. Í öllu falli hef ég ekki áhuga á að kíkja á einhverja knæpu!

» 2 hafa sagt sína skoðun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband