"ÓLI LITLI".

Eins og sum ykkar vita lauk ég störfum mínum á Hótel Borg í vetur og gekk það ekki hávaðalaust né í sérstakri vinsemd.

Fer ekki nánar út í það hér, nema ég byrja að semja andmælabréf við starfslok og gaf mér góðan tíma í það, smíðaði beinagrind utan um ritvinnsluna, fór yfir daglega leiðrétti ýmsar villur, og snéri og sneiddi eftir því sem við átti en vistaði ávallt í drögum.

Ég var næstum búinn að fullklára ritsmíðina, leiðrétta ritvillur og lagfæra setningar að mestu, en átti eftir að slá botninn í bréfið, segja niðurlags- og lokaorð og var í þann veginn að ganga frá því en ákvað að láta bíða með að reka lokahnykkinn á tölvupóstinn þar til daginn eftir, enda áliðið og kominn tími á svefn.

Til að byrja með gaf ég þessari ritsmíð vinnuheitið "Óli litli" meðan hún beið í drögunum, enda heitir viðkomandi stjóri Ólafur, en endanlegt nafn á efninu átti ég eftir að ákveða.

Eftir að hafa rennt yfir efnið kvöldið eftir, harla ánægður ákveð ég að loka skrifum uns ég tæki til við daginn eftir, en er ég ætla að smella á "loka" verður mér á að ýta á "senda!" Mér verður það ljóst um leið og ÚPS! Tölvupósturinn til "Óla litla" ratar óvænt inn á tölvu hótelstjórans!!!

Það eru því tæpar líkur að hann gefi mér góð meðmæli eða umsögn eftir þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband