25.7.2012 | 02:45
Gamalt blogg.
23.03.2011 04:48:20 / Valdimar
Bréf til óprúttinnar lögfræðistofu.
Eftirfarandi er bréf sem ég sendi á Lögfæðistofu Reykjavíkur og sýnir hversu ákveðnir aðilar í stéttinni halda að þeir geti hagað málum eftir sínum geðþótta og hentugleika þegar þeim býður svo við að horfa. Bréfið skýrir sig sjálft og er skólabókardæmi hversu sumir í greininni telja sig geta vaðið fram í hroka sínum og stærilæti þó góðar undantekningar séu þar á:
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Á dögunum sendir þú mér stefnu vegna meintra meiðyrða á hendur Margrétar Lilju og Sigurðar Stefánssonar Ararúni 34 Garðabæ.
Við vorum 4 eða 5 sem þarna mættum á tilsettum degi og tíma, 22.mars kl.10.00. Skemmst frá að segja mættu hvorki þú né umbjóðendur þínir, við töfðumst í rúman 1/2 tíma, en skráð er í bækur Héraðsdóms Reykjavíkur að við hefðum mætt og okkur tjáð að okkur yrðu greiddar ómaksþóknanir vegna vanrækslu ykkar.
Því lýsi ég að málinu er lokið af minni hálfu að undanskildum ómaksbótum frá ykkar hendi.
Þessi framkoma ykkar var svívirðilegur dónaskapur og móðgun í okkar garð og ekki þýðir fyrir ykkur að senda mér frekari stefnur því ég mun ekki taka við þeim því þið og umbjóðendur ykkar hafið fyrirgert öllum rétti til málssókna á hendur mér og hinum þeim sem sýndu þá sjálfsögðu kurteisi að mæta.
Því skuluð þið láta mig hér eftir í friði, hef reyndar frétt að ein konan sem mætti 22.mars hafi fengið aðra stefnu í hendur að mæta 31. mars!
Ég segi álit mitt hreinskilninslega: "Þetta er lúalegt og ekki sæmandi lögfræðistofu sem vill viðhafa fagleg og siðleg vinnubrögð, en þarna hefur orðið heldur betur misbrestur á!"
Valdimar Vilhjálmsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.