11.7.2012 | 03:03
Hestamenn í sláttinn í Reykjavík.
Borgarstjórnin hefur afrekað fátt, heldur sig í felum frá kjósendum Reykjavíkur og telst atburður ef borgarfulltrúar sjást eða heyrast og sem fæstir vita hvað heita eða hverjir eru, nema þá helst Jón Gnarr borgarstjóri sem nennir ekki einu sinni að renna fyrir fyrsta laxinum í Elliðaánum, og svo Dagur nokkur varaskeifa Samfylkingar.
Eitt er það í sparnaði borgarstjórnar, að stórfækka sláttudögum í Reykjavík, þeim til mikils ama sem þjást af frjónæmi, auk þess sem mörg okkar sakna "grænu teppanna" sem sem nýslegnir grasblettir eru.
Mér hefur dottið í hug hvort ekki megi fá hestamenn hér að sjá um þennan þátt málanna, að slá og hirða töðu handa gæðingum sínum. Þeir gætu lagt inn umsókn að slætti og hverjum úthlutaður "kvóti" eða ákveðin svæði og gert að slá grasblettina með reglulegu millibili.
Er þetta ekki alveg upplagt? Borgarsjóður þarf ekki að leggja í kostnað vegns þessa, hestamenn ná í ágætistöðu handa fákum sínum, og svo er ég farinn að sakna ilmandi lyktarinnar af nýsleginni töðu sem alltaf minnir á ljúfa bernskudaga úr sveitinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.