6.7.2012 | 07:01
Að tryggja ekki eftir á.
Með fullri virðingu fyrir Freyju Halldórsdóttir, fjölfatlaðri konu sem þurfti aðstoð að koma atkvæði sínu í höfn í forsetakosningunum, en vantreysti kjörstjórnarfólki að merkja við atkvæði hennar, þá var heldur seint að hafa uppi aðgerðir því að í lögum er sá háttur hafður á að kjörstjórnarfólki, eiðsvörnu er falið að annast þessa hjálp.
Öllum lögum má breyta en það er þýðingarlaust að vera með andóf á kjördegi þegar gildandi lög sem hafa gilt áratugum saman eru við lýði.
Öryrkjabandalaginu mátti vera þetta ljóst og hefði getað í tæka tíð unnið að því að fá þessum lögum breytt í tæka tíð fyrir kosningar, en ekki fara af stað eftir á og jafnvel freista þess að fá löglegar kosningar dæmdar ógildar.
Fyrir næstu kosningar ættu þau að beita sér fyrir að fá þessum lögum breytt, en ekki aftir að þær eru um garð gengnar.Það er Alþingis að knýja fram lagabreytingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.