26.6.2012 | 04:19
Þjóðverjar skulda Grikkjum.
Það er með ólíkindum hvernig þjösnast er á Grikkjum þessa dagana og það ekki síst í ljósi sögunnar.
Þjóðverjar hernámu landið í seinni heimsstyrjöld og fóru eins og annars staðar þar sem þeir komu að, ómjúkum höndum um land og þjóð.
Þjóðverjar hafa þessa dagana gengið fremstir í að heimta fé af Grikkjum og fara mikinn. En þeir fara ekki hátt um að þeir hirtu allan gullforða grísku þjóðarinnar á stríðsárunum, að vísu í formi láns, en ekki skilað 1 milligrammi til baka.
Þjóðverjum voru gerðar margvíslegar stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina, en það var aðallega til stærri landa, eins og Sovét, Frakklands og öðrum. En þjóðir eins og Grikkir sátu óbættir frá garði og enn er gullforðinn sem Þjóðverjar hirtu af Grikkjum óbættur á meðan þeir hamast sem óðir væru á grísku þjóðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.