Ábyrgð hverra?

Stöðugt er klifað á að taka ábyrgð á einhverju asnasparki og gjarnan vísað á saklausan almennning sem enga sök á, nefni Grikkland, Írland svo og Ísland í formi icesave svo eitthvað sé nefnt.

Þegar tveir aðilar semja um að A láni B ákveðna upphæð er það algerlega á milli þeirra tveggja. Ef B svo stendur ekki í skilum er það A sem á að standa skuldaskil á því. Það voru engir aðrir til undirskriftar. Ég gæti ekki
skuldsett alla í póstnúmeri 107 vegna skuldar sem granni minn í næsta húsi kynni að hafa lánað mér og ég stæði ekki skil á.

Svo Grikkland sé nefnt, voru þýskir bankar og fjármálastofnanir örlátastir á lán til braskara þar og mátti vel vera ljóst að teflt var á tvær hættur. Því skulu þær stofnanir sitja uppi með þá áhættu að hafa lánað óábyrgum aðilum en ekki almenningur þessa lands.

Þannig er með icesave, vísað er til mismununar til þjóðernis, en Það fær ekki staðist. Íslenskur almenningur tók ekki þátt í þeim barbabrellum sem icesave var og ber því ekki að borga. Hins vegar er þegar búið að borga vel yfir 50% úr þrotabúi Gamla Landsbanka og honum vel kleift að borga Bretum og Hollendingum það sem eftir stendur úr þessum illræmda sjóði og vel það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband