Forsetar Íslands.

Ég ætla að reyna eftir bestu getu að rekja pólitíska ferla þeirra 5 einstaklinga sem gengt hafa embætti forseta Íslands. Allar leiðréttingar á því sem ég kann að hafa rangt eftir eru ákaflega vel þegnar, enda stiklað á stóru.

Sá fyrsti, Sveinn Björnsson lauk lögfræðiprófi, gengdi lögmannsstörfum fyrst eftir það, sat á Alþingi um skeið, en mestanhluta starfsævinnar vann hann hjá utanríkisþjónustunni, var ambassador Íslands í Danmörku eftir að Ísland gerðist sjálfstætt og fullvalda ríki 1918. Sem ríkisstjóri á stríðsárunum skipaði hann utanþingsstjórn, sem var mjög umdeild ráðstöfun. Ríkisstjóri var í raun ígildi forsetaembættis á þeim árum þegar Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. Við lýðveldisstofnunina 1944 á Þingvöllum var hann svo kosinn forseti lýðveldisins og gengdi því embætti uns hann lést árið 1952. Sveinn Björnsson beitti sér mjög í utanríkismálum. Heimsótti Bandaríkjaforseta, sem var hans eina utanlandsheimsókn í embætti og það er talið upphafið að aðild Íslands að Atlantsbandalaginu.

Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðimenntaður. Hann vildi sækja um prestsembætti, en Þórhallur Bjarnason biskup, síðar tengdafaðir hans, þótti hann of ungur til að taka vígslu. Hann snéri sér þá að stjórnmálum, varð fyrst þingmaður Framsóknarflokksins, uns hann eftir deilur skipti yfir í nýstofnaðan Bændaflokk, og að lokum þaðan yfir í Alþýðuflokkinn. Hann lét undan hvatningum að fara í forsetaframboð með fulltingi Alþýðuflokks gegn Sr. Bjarna Jónssyni dómprófasts og Gísla Sveinssyni þingforseta, en bar sigurorð af þeim með naumum mun á honum og Bjarna. Forseti var hann frá 1952 til 1968. Hann er sagður "guðfaðir" stjórnar Sjálfstæðis og Alþýðuflokks og beitti sér fyrir að það stjórnarsamstarf héldi sem það og gerði meðan hann gengdi embættinu 1952-1968. Má líka geta þess að hann var forseti Alþingis á 1000 ára Alþingishátíðinni árið 1930.

Árið 1968 þótti Gunnar Thoroddsen líklegastur að taka við af Ásgeiri, tengdaföður sínum. Ýmsum þótti það ekki við hæfi, auk þess sem Gunnar var nokkrum árum áður í Viðreisnarstjórninni sem var orðinn óvinsæl meðal landsmanna. Því var skimað eftir einhverjum sem líklegur væri að gegna embættinu með þeim sóma og virðuleik sem hæfa þótti embættinu. Kristján Eldjárn var oft nefndur, hann færðist lengi undan. en varð að lokum við því og bauð sig fram með Gunnari sem hann sigraði með um 2/3 hluta atkvæða. Kristján lét ekki mikið á sér bera í pólitíkinni, en varð þó tvisvar, árin 1979 og 1980 í stjórnarkreppum að því kominn að mynda utanþingsstjórnir, sem í bæði skiptin var afstýrt á síðustu stundu það eð loks tókst að mynda meirihlutasjórnir. Kristján gengdi embættinu til 1980 að hann lét af því.

Árið 1980 var kvennahreyfingin komin vel á skrið og raddir háværar að fá konu í embættið. Margar nefndar, en svo fór að nafn Vigdísar Finnbogadóttur bar hæst og fór svo að hún lét undan og bauð sig fram gegn 3 körlum. Hún var kosin með nauman mun á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni með rúmum 33% atkvæða. Örlagaríkasta ákvörðun Vigdísar var að vísa EES samningnum ekki til þjóðarinnar þrátt fyrir tugþúsunda undirskrifta landsmanna þar um. Sú ákvörðun hvílir helst á hennar forsetaferli. Þrátt fyrir það vann Vigdís á meðal þjóðarinnar og vinsældir hennar fóru stöðugt vaxandi og naut hún mikillar lýðhylli. Hennar veikleiki var að skorta pólitískt hugrekki, þ.e. þjóðin fékk ekki að taka afstöðu til EES. Vigdís sat í embætti til 1996.

Árið 1996 fóru að heyrast mörg nöfn nefnd, karla og kvenna. Brátt fór nafn Ólafs Ragnars Grímssonar að bera hæst. Svo fór að 1 kona og 3 karlar stigu endanlega fram, og Ólafur Ragnar sigraði með um 41% greiddra atkvæða. Hann er nú í framboði í 5.sinn. Hann hefur haft sig mjög í frammi, beitt málskotsréttinum 3svar, í seinni 2 skiptin hinn alræmda icesavesamning og þar með forðað þjóðinni frá voðaverkum ríkjandi stjórnar sem hefði kallað ógæfu og óbærilega áþján af mannavöldum yfir þjóðina. Þessa stjórn verður að sækja til svara. Ólafur, líkt og Ásgeir forveri hans skipti þrisvar um flokka. Var fyrst í Framsóknarflokknun, úr viðklofning í honum fór hann yfir í Samtök Frjálslyndra og Vinstri manna, en síðast í Alþýðubandalagið áður en hann tók við embætti forseta Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Góð samantekt hjá þér.

Hörður Halldórsson, 26.5.2012 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband