(Ó)trúverðugleiki frambjóðenda.

Að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina krefst þess að frambjóðendur upplýsi fólk um viðhorf og skoðanir á hinum ólíkustu málum.

Baráttan um forsetaembættið 30.júní er vart hafin, og við kjósendur varla heyrt nema undan og ofan hjá þeim flestum.

Það eru 2 frambjóðendur sem hafa allt uppi a borðum. Ólafur Ragnar Grímsson sem hefur látið verk sín tala auk þess að draga ekkert undan aðspurður, svo og Jón Lárusson sem neyddist til að draga framboð sitt til baka, en hann hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum sem hann dró enga dul á,var tíður gestur á Útvarpi Sögu, og svaraði ekki í austur ef hann var spurður í vestur. Ástþór Magnússon fer aldrei í launkofa með sín stefnumál og hefur aldrei gert.

Aðrir frambjóðendur hafa lítt komið fram í ljósvakamiðlum, en ég hef ekki haft tök á að heyra í þeim þar nema ÓRG, Þ.A. og Á.M á Útvarpi Sögu.

Það sem einkenndi framgöngu Þóru þar var þannig að maður var jafnnær eftir þáttinn og fyrir. Spurð um trú sína, sagðist hún ekki vera í trúfélagi, innt nánar, kvaðst hún hafa verið skírð og fermd. Lítið annað fékkst upp úr henni með það.

Spurð umm pólitík, jú hún var í Alþýðuflokknum, tók sér stöðu á lista fyrir hann, var víst félagi í Röskvu (em er hið besta mál), en í Samfylkingunni, nei hún gekk aldrei í hann að sögn!

Afstaðan til aðildar að ESB? Það kom hik og vöflur á hana en að lokum tafsaði hún út úr sér að hún teldi ekki rétt að gefa upp sína afstöðu sína til þess! Samt var hún í ungliðahreyfingu ESBsinna, og kenndi á einhverjum námsskeiðum hjá Samfylkingunni!

Allt mjög þokukennd svör sem ekki voru til fallin að auka traust á henni.

Fólk vill fá skýr viðhorf og álit á öllum málum sem snerta land og þjóð, ekki einhver þokukennd svör inn í mistrið hjá fólki sem gefur sig fram til þjóðhöfðingja.

Ólafur Ragnar og fyrrum frambjóðandi hafa verið hreinskilnir í sínum svörum. Ólafur Ragnar hefur auk þess viðurkennt yfirsjón sína að hafa hampað útrásarbófunum, sem var yfirsjón okkar allra að mæra þá, á sama tíma og þeir voru í óða önn að ræna okkur. Það var mjög virðingarvert af honum sem pólitíkusar mega taka sér til fyrirmyndar.

Þess vegna kjósum við Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Hann þekkir stjórnkerfi Íslands út og inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband