Hvers konar forseta?

Í forsetakosningunum 1980 var það mjög í brennidepli að viið skyldum velja konu til starfans. Aðeins 1 var sú í hópi 4 frambjóðenda, allt mjög frambærilegt fólk.

Allir vita hvernig fór, Vigdís Finnbogadóttir hlaut kosningu, naumlega þó en vann sé hylli þjóðar með tíð og tíma, í það heila tekið, farsæll forseti.

Nú eru aðrir tímar, 7 frambjóðendur enn sem komið er, þar af 2 konur.

Ánægjulegt að vita að kynferði frambjóðenda ráði engum úrslitum. Af öllum frambærilegum er Ólafur Ragnar þeirra frambærilegastur, hans er þörf að grípa í taumana á ögurstundum sem framundan kunna að verða í lífi þjóðarinnar, að öðrum ólöstuðum er honum best treystandi í baráttu þjóðar við stjónmála og valdastétt þessa lands sem hefur snúið baki við þjóð sinni til þjónkunar erlendra valdhafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband