23.4.2012 | 02:11
Málsskotsréttur festur í sessi.
Það er margtuggin og jafnþreytt þvæla að forsetaembættið sé sniðið eftir konungs/drottningarstöðunni i Danmörku, í stjórnarskrá Íslands hafi orðið forseti verið sett í stað konungs!
Ekkert er fjær sanni. Í fyrsta lagi er forseti Íslands kosinn beinni kosningu af þjóðinni, hvað fékk drottning Dana mörg atkvæði fram yfir "keppinauta" sína? Auðvitað engin, hún fékk stöðuna fyrir það eitt að vera elsta dóttir kóngsins hans pabba síns eftir hans dag, eins og aðrir arfakóngar/drottningar.
Hvorki drottning Dana né aðrir kóngar og drottningar annarra hér í Evrópu hafa rétt að vísa lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Það hefur forseti Íslands, enda ætlumst við til að hann skynji æðaslátt þjóðarinnar og heyri hvernig hjarta hennar slær í umdeildum málum sem stjórnmálamenn og við í mörgum tilfellum rennum blint í sjóðinn með og kjósum óbeinni kosningu, vilja gjarnan þjösna í gegnum Alþingi burtséð hvernig þeir skynja þjóðarvilja.
Forseti vor hefur virkjað málskotsréttinn öndvert við forvera sína og sá réttur kemur til að vera. Þess vegna er mjög mikilvægt að við veljum þjóðhöfðingja sem stendur frammi fyrir slíkum ákvörðunum skynji og meti þá strauma sem þjóðfélagið kann og mun standa frammi fyrir og hlýði á og fari eftir rödd hennar.
Þannig er Ólafur Ragnar Grímsson, hann einn í stjórnkerfinu sýndi sig að fara eftir áskorunum og tilmælum þjóðarinnar í a.m.k. fjórgang og sagan mun dæma hann og verk hans vel eftir því. Hann einn ráðamanna stóð með landsmönnum, en ekki þessi svokallaða ríkisstjórn sem er rúin trausti og virðingu..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.