Náttúruperlur í þjóðareigu.

Það er skaðlegt ef fólk fær ekki aðgang að helstu náttúruperlum landsins nema að geðþótta landeigenda.

Nú á dögunum var forsætisráðherrum Íslands og Kína ásamt fylgdarliði meinaður aðgangur að Kerinu í Grímsnesi og komust landeigendur upp með það.

Mér er ekkert umhugað um þessa ráðherra, mín skoðun er að það eigi að færa öll helstu náttúrufyrirbæri undir þjóðareign, landeigendur geta haft aðliggjandi svæði í einkaeigu.

Svo má vel hugsa sér einhvern aðgangeyri að þessum þjóðareignum þeim til viðhalds og lagfæringa eftir ágang gerðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband