18.4.2012 | 01:22
Framsókn.
Ég sem aðhyllist samvinnustefnu í bland við sósíaldemókratisma hlýt að vera Framsóknarmaður sem ég eftir eyðimerkurgöngu mína í gegnum sameignarstefnu kommúnismans og þá helst þar sem Maóismi Kína var "haldreipið", sá með auknum þroska að lausnina var ekki að finna þar.
Alinn upp við þjóðleg gildi, ættjarðarást, samvinnuhugsjón, ungmennahreyfinguna, vera frjáls þegn í frjálsu landi rataði ég á þau réttu viðhorf og sem einstaklingur meðtek sem mín.
Síðustu 2 til 3 ríkisstjórnir hafa verið gersamlega óhæfar, því að þeim hefur verið ætlað að gæta hagsmuna þjóðar sinnar fyrst og fremst en gengu þess í stað þeim sem stöðu tóku gegn okkur á hönd.
Talandi um Framsóknarflokkinn hefur hann í gegnum tíðina verið sannur talsmaður þjóðarinnar gagnvart erlendum ríkjum.
Nefni; Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Eystein Jónsson, Ólaf Jóhannesson, Steingrím Hermannsson, Guðna Ágústsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ég skauta yfir tvo eða svo, þeir gengu óheillaöflum á hönd og verða ekki til umræðu hér.
Að vera Framsóknarmaður er hugsjón og áskorun. Ákorunin sú að standa á móti liðinu með Framsóknarfordóma og fóbíu sem maður sér hvern dag birtast í net- og vefmiðlum og öðrum fjölmiðlum.
Að vera Framsóknarmaður þýðir að aðhyllast sjálfbærni. Landbúnaður, fiskveiðar, iðnaður, verslun, hvers kyns framleiðsla og heilbrigðis og velferðarkerfi komi allri þjóðinni til góða og veiti öryggi.
Þannig þjóðfélag viljum við í Framsóknarflokknum sjá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.