12.4.2012 | 02:46
Evróvinir?
Kommissarar ESB vilja ólm fá okkur í sínar raðir. Það sýnir sig í peningum sem þeir dæla inn til kynningar, Evrópustofu, og veislu- og kokkteilboðum íslenskra fjölmiðla til Brussell.
Af hverju vilja þeir innlima okkur? Jú, fiskimiðin okkar fleytifull en sjálfir hafa Evrópubúar ofnýtt sín mið þannig að varla finnst branda þar. Vatnið okkar hreina og tæra, Evrópubúar hafa sóðað út og eitrað sín vatnsból svo manni verður illt af að svolgra klórbættan vökvann. Orkan, beisluð sem og óbeisluð, við eigum nóg af henni og þurfum ekki á þeirri kjarnorkuvæddu að halda. Norðurleiðin að opnast þannig að aðgengi skipa opnast við norðurskaut.
Samt er ESB að hnoðast og djöflast á okkur út af icesave. Verði þeim að því, fylgi við aðild hefur alltaf verið lítið hér og það bætir ekki í að ætla að taka sér opinberlega stöðu gegn okkur þar.
Ríkisstjórnin með Jóhönnu og Steingrím í forsvari hefur enn opinberað undirlægjuhátt sinn og ræfildóm í því að taka ekki afstöðu með þjóð sinni og beinlínis haft í hótunum við hana, allt í þágu flottræflanna í Brussell.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.