11.4.2012 | 06:23
Tækifærin eru nær.
Það er atvinnuleysi og það er atvinnuþref. Hér í Reykjavík og nágrenni er það alltof afgerandi svo að heilu fjölskyldurnar hafa tekið sig upp og flust búferlum úr landi.
Við megum ekki missa fólk þannig úr höndum okkar. Þannig er að megnið af þessu fólki þarf ekki að yfirgefa ættjörðina. Staðreyndin er sú að mörg pláss víðs vegar um landið þurfa á vinnandi höndum að halda og sem betur fer hafa einhver séð þar gullin tækifæri.
Búseta á landsbyggðinni er gefandi, bæði fjárhagslega og ekki síður sú nánd sem nærvera við náttúru landsins gefur af sér.
Ég hvet fólk í Reykjavík og nágrenni og á Reykjanesi sem mest sverfur að nú um stundir að athuga og skoða alla möguleika á atvinnu og búsetu í byggðum landsins.
Okkur hættir oft að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.