Ólafur Ragnar Grímsson.

Það bætist í frambjóðendafánunna með degi hverjum. Líklega orðið 6 nú þegar, hvað sem endirinn kann að verða, fleiri eða færri.

Ég var árið 1996 harður á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, kaus ágæta konu þá. Nú er annað uppi á tengingnum.

ÓRG hefur sýnt sig sð vera eini talsmaður þjóðarinnar út á við á meðan þau í ríkisstjórninni hafa haft í hótunum við okkur ef við ekki greiddum icesave né gengumst undir afarkosti AGS. Þau ofurseldu okkur bönkum erlendra vogunarsjóða þegar þau áttu að verða okkur hlíf og skjöldur.

Enginn frambjóðenda hefur sýnt sig að ætla að vera annað en veislustjóri og skrauthúfa utan ÓRG.

Við þurfum vinveittan forseta gagnvart skeytingarlausu liði ríkisstjórnar eins og við búum við nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband