9.4.2012 | 01:48
Sjónvarpsbíó.
Sá megnið af mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó á páskadagskvöld þar sem fjallað var á nærfærinn hátt,en þó með nokkurri kímni um sjúkdóminn kenndan við Alzheimer.
Myndin er byggð á eigin reynslu F.Þ.F. vel gerð sem við var að búast. Hins vegar vr myndin Bíódagar einnig sýnd fyrir nokkrum árum, einnig byggð á reynslu leikstjórans í æsku, sama um hana hvað gæði varðar.
Ýmislegt sammerkt með þessum 2 myndum, talsverður aldursmunur á foreldrum hans í þeim báðum, en í Bíódögum voru einungis 2 bræður í fjölskyldunnni, en í Mömmu Gógó 1 bróðir og 2 systur. Misræmi þar ef um framhald hefði átt að ræða.
Einnig var 79 af stöðinni skeytt inn í sem draumar og dulrænar skynjanir gömlu konunnar sem alloft var vör við látinn mann sinn í draumi og vöku.
Ætla ekkert að setja út á þessi atrið og misræmi, allar þessar 3 bíómyndir stóðu fyllilega fyrir sínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.