Fyrir um 3 áratugum.

Um 30 ár síðan.

Beðinn um aukavakt síðdegis 1 helgi.

Inni í sal situr gömul kona yfir kakói, vöfflum og rjóma

Biður síðan þjóninn að athuga með gistingu sem hann gerir. Kemur síðan með þá gömlu inn til mín á Hótel Borg..

Hún reynist búa á Elliheimilinu Grund. Ég læt hana hafa herbergi, en hringi jafnframt á Grund.

Í ljós kemur að hún hefur verið týnd síðan um morguninn og mikill feginleiki þar á bæ.

Lögreglan kemur, sækir hana en þeir eru mjög nærfærnir og umgangast hana af vinsemd og virðingu sem hún á skilið.

Allt endaði vel, og ég á von á að hún hafi verið meðhöndluð af þeim skilningi og nærfærni sem aldrað fólk á skilið að leiðarlokum.

Það eru um það bil 30 ár síðan þetta var.

Mér verður oft hugsað til gömlu konunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband